Deiliskipulag

 Deiliskipulag tekur til heilla hverfa, hverfishluta eða einstakra reita og er nánari útfærsla á aðalskipulagi. Þar eru sett nánari ákvæði um notkun og nýtingu svæða og einstakra lóða, gerð og útlit byggðar og umhverfis, áfangaskiptingu, verndun o.fl. Deiliskipulag er lagalegur grundvöllur fyrir útgáfu bygginga- og framkvæmdaleyfa og er ætlað að tryggja réttaröryggi og gæði manngerðs umhverfis í þéttbýli og dreifbýli. Ákvarðanir í deiliskipulagi skulu teknar með lýðræðislegum hætti í samráði við almenning og aðra hagsmunaaðila.

Sveitarstjórn ber ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Í Skipulagslögum er mælt fyrir um kynningu og samráð við almenning og hagsmunaaðila við gerð deiliskipulagstillagna. Samþykkt tillagna gerist í tveimur áföngum: Að lokinni fyrri umfjöllun í sveitarstjórn er tillagan auglýst og almenningi og hagsmunaaðilum gefinn sex vikna frestur til að gera athugasemdir. Í seinni umfjöllun sinni tekur sveitarstjórn afstöðu til athugasemda sem borist hafa og þess hvort hún samþykki tillöguna, breytta eða óbreytta eftir atvikum. Deiliskipulag sem þannig hefur verið samþykkt öðlast gildi við auglýsingu þess í B-deild Stjórnartíðinda, en áður skal það sent Skipulagsstofnun sem getur gert athugasemdir við efni og/eða form skipulagsins ef henni þykir ástæða til.

SkipulagsvefsjáUpplýsingar um gildandi deiliskipulag í Mosfellsbæ eru veittar í Þjónustuveri bæjarins og hjá skipulagsfulltrúa. Í mörgum tilvikum eru deiliskipulagsgögn aðgengileg í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar, sem nær til landsins alls, en í henni verður mögulegt að finna og skoða allt gildandi aðal- og deiliskipulag sem samþykkt hefur verið frá gildistöku skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. 

Nánar um Skipulagsvefsjá ...

Ítarefni frá Skipulagsstofnun um deiliskipulag:
(Ath: Ítarefnið er sett hér fram með þeim fyrirvara, að það vísar til eldri skipulags- og byggingarlaga, en 1. jan 2011 tóku gildi ný skipulagslög nr. 123/2010)
Ferli deiliskipulags samkv. skipulagslögum og lögum um umhverfismat áætlana 46.30 kb
Almennt um deiliskipulag 472 kb
Verkáætlun fyrir gerð deiliskipulags 525 kb
Málsmeðferð og stjórnsýsla deiliskipulags 735 kb
Framsetning deiliskipulags 2,17 Mb