Auglýstar skipulagstillögur

Tillögur að skipulagi og breytingum á skipulagi

Ath: Auglýstar tillögur geta tekið breytingum í síðari málsmeðferð og því er ekki hægt að ganga að því vísu að gögn sem hér eru auglýst séu samhljóða samþykktu skipulagi.


Tillaga að breytingum á deiliskipulagi í Leirvogstungu

Tillaga að breytingum á deiliskipulagi í LeirvogstunguMegininntak tillögunnar er að tveggja hæða rað- og parhús á svæði við Voga- og Laxatungu breytast í einnar hæðar hús. Athugasemdafrestur er til 3. febrúar 2014.

Tvær skipulagstillögur: Varmárskólasvæði og Tunguvegur

Varmarskolasv-dsktill-miniTillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, og í tengslum við hana tillaga að breytingum á deiliskipulagi Tunguvegar við gatnamót Skólabrautar. Athugasemdafrestur er til 11. nóvember 2013.

Athafnasvæði Desjarmýri, breyting á deiliskipulagi.

Athafnasvæði Desjarmýri, breyting á deiliskipulagi. Tillöguuppdráttur Tillaga að breytingum á deiliskipulagi varðandi lóð nr. 7, í því skyni að byggja megi á henni geymsluhúsnæði á einni hæð í litlum, sambyggðum einingum. Athugasemdafrestur til ...

Varmárskólasvæði, verkefnislýsing deiliskipulags

Varmarskolasv_Skipulagssv-loftmKynning á verkefnislýsingu deiliskipulags skv. 40. gr. skipulagslaga. Markmið deiliskipulagsins eru að auka umferðaröryggi, marka stefnu um frekari byggingar og kveða á um nýtingu lóðarinnar. Ábendingar varðandi verkefnislýsinguna berist fyrir 1. júlí.

Leirvogstunga, tillaga að breytingum á deiliskipulagi

LeirvogstungaTillagan gerir ráð fyrir að reiðvegur meðfram Tunguvegi færist vestur fyrir veginn og legu Tunguvegar verði hnikað til, auk ýmissa minni breytinga varðandi húsgerðir o.fl. Athugasemdafrestur er til 18. júní.

Ný skólalóð sunnan Þrastarhöfða - verkefnislýsing deiliskipulags

Lysing_skipulagssvaedi_minnimyndKynning á verkefnislýsingu deiliskipulags skv. 40. gr. skipulagslaga. Um er að ræða áform um að setja allt að 8 færanlegar kennslustofur á lóð næst Baugshlíð sunnan Þrastarhöfða. Ábendingar varðandi verkefnislýsinguna berist fyrir 19. ...

Á skólasvæði Lágafellsskóla: 3 deiliskipulagstillögur

Þrastarvellir_tillAuglýstar eru þrjár tillögur sem allar tengjast áformum um að bæta við færanlegum kennslustofum í nágrenni við Lágafellsskóla. Athugasemdafrestur er t.o.m. 31. maí.

Stórikriki 29-37, tillaga að breytingum á deiliskipulagi

Tillaga um að breyta 5 einbýlislóðum í parhúsalóðir. Athugasemdafrestur er til og með 26. apríl 2013

Tillaga að Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og umhverfisskýrsla

AS-nogl15.2.2013  Aðalskipulag tekur til alls sveitarfélagsins og felur í sér stefnumörkun bæjarstjórnar varðandi landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Hér erum að ræða heildarendurskoðun gildandi aðalskipulags, en tímabil þess var 2002-2024. Athugasemdafrestur er til 2. apríl 2013.

3 deiliskipulagstillögur - endurauglýsing

Brunas_breytt_litil14.12.2012 Deiliskipulagsbreytingar varðandi Brúnás í Helgafellshverfi og Braut í Mosfellsdal, og deiliskipulag frístundalóðar vestur af Silungatjörn.

31.7.2012: Verkefnislýsing fyrir deiliskipulag í Mosfellsdal

Laxnes-1_kortKynning á verkefnislýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir deiliskipulagsverkefnið Laxnes 1, deiliskipulag akvegar og reiðleiðar.

Tillaga að deiliskipulagi: 2 frístundalóðir úr Miðdalslandi

skipulagsauglýsingSamkvæmt tillögunni er landinu, sem er 2,2, ha að stærð og liggur að Hafravatnsvegi gegnt Miðdal, skipt í tvær frístundalóðir. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 11. júlí 2012.

19.3.2012 Helgafellshverfi - Brúnás, breyting á deiliskipulagi

Brunas_mynd-litilTillaga að breytingu á II áfanga Helgafellshverfis sem felst í því að Brúnás er látinn tengjast Ásavegi, í stað þess að sveigja upp með honum til norðurs.

9.03.2012 Tvennar breytingar á deiliskipulagi

VarmáAuglýstar eru skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga breytingar á deiliskipulagi Laugabólslands og Íþróttasvæðis við Varmá (v. fimleikahúss).

Endurskoðun aðalskipulags, verkefnislýsing skv. 30. gr.

13.7.2011: Í samræmi við 30. gr. nýrra skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram til kynningar fyrir almenningi og umsagnaraðilum lýsing á skipulagsverkefninu "Endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar"

2.3.2011: Slökkvi- og lögreglustöð v. Skarhólabraut, till. að breytingu á deiliskipulagi

Tillaga að breyttri lögun byggingarreits, vegna breyttra áforma um umfang og innra skipulag byggingar. Einnig ný útkeyrsla fyrir útkallsbíla. Athugasemdafrestur til 13. apríl 2011.

5.1.2011: Leirvogstunga, tillaga að breytingum á deiliskipulagi

Stækkun skipulagssvæðis að Vesturlandsvegi, lega tengigötu inn í hverfið, lóð fyrir leikskóla til bráðabirgða o.fl. Athugasemdafrestur til 16. febrúar 2011. 

29.12.2010: Tillögur að breytingum á aðal- og svæðisskipulagi: Heilbrigðisstofnun og hótel í Sólvallalandi

Um er að ræða óverulega breytingu á svæðisskipulagi, sem fær málsmeðferð skv. 2. mgr. 14. gr. s/b-laga, en breyting á aðalskipulagi fær málsmeðferð skv. 1. mgr. 21. gr. Athugasemdafrestur er til og með 9. febrúar 2011.

29.10.2010: Bókfell, tillaga að deiliskipulagi

Tillaga að deiliskipulagi fyrir land Bókfells við Helgadalsveg. Athugasemdafrestur til 10. desember 2010.

21.10.2010: Þrjár deiliskipulagstillögur

Tillaga að breyttri legu aðkomugötu að húsum á Helgafellstorfu, tillaga að deiliskipulagi Lynghóls, frístundalóðar og tillaga að breyttum lóðarmörkum milli Reykjahvols 39 og 41. Athugasemdafrestur til 2. desember 2010,

6.09.2010: Tillaga að deiliskipulagi Lækjarness

Tillaga að deiliskipulagi fyrir land lögbýlisins Lækjarness í Mosfellsdal. Athugasemdafrestur til 18. október 2010.

19.7.2010: Sólvellir - breyting á aðalskipulagi, forkynning

Vegna áforma um sérhæfða heilbrigðisstofnun og hótel í tengslum við hana á reit í eigu bæjarins úr landi Sólvalla, er í bígerð tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

3.6.2010: Deiliskipulag frístundabyggðar við Selvatn

Tillaga að deiliskipulagi 24-ra frístundalóða norðan og vestan Selvatns. Athugasemdafrestur til 15. júlí 2010.

5.05.2010: 2 tillögur: Breytingar á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis og deiliskipulag frístundalóðar

Tillaga að breytingum á húsgerðum og fjölgun íbúða við Bröttuhlíð, og tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar norðvestur af Silungatjörn. Athugasemdafrestur til 16. júní 2010.

26.3.2010: Varmaland 2, Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi

Tillaga að tveimur byggingarreitum á lóðinni, annar fyrir íbúðarhús, bílskúr og vinnustofu, hinn fyrir gripahús. Athugasemdafrestur til 7. maí 2010

11.03.2010: Leirvogstunga - breytingar á deiliskipulagi við Vogatungu

Meginefni breytinganna er að tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílskúr á  tveimur reitum við Vogatungu í norðausturhluta hverfisins, merktum A og C á tillöguuppdrætti, breytast í einnar hæðar raðhús með bílskýli fyrir framan. Athugasemdafrestur er til 22. apríl 2010

11.01.2010: Skarhólabraut, tillaga að breytingum á deiliskipulagi

Breytingarnar tengjast áformum um slökkvi- og lögreglustöð við Skarhólabraut, og felast einkum í fjölgun akreina á kafla vestast og tveimur nýjum tengingum við götuna. Athugasemdafrestur til 22. febrúar.

18.12.2009: Forkynning - Tungumelar, tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Vegna áforma um sérhæfða heilbrigðisstofnun á Tungumelum og aukið framboð á stórum atvinnulóðum á svæðinu, er í bígerð tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

18.12.2009: 4 tillögur að deiliskipulagi frístundalóða við Hafravatn og Silungatjörn

Tillögur að deiliskipulagi tveggja lóða við Hafravatn og fjögurra lóða við Silungatjörn. Athugasemdafrestur er til 29. janúar 2010.

19.11.2009: Við Skarhólabraut, tillaga að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi

Tillaga að deiliskipulagi lóðar fyrir slökkvi- og lögreglustöð norðan Skarhólabrautar næst Vesturlandsvegi, og tillaga að samsvarandi breytingu á aðalskipulagi. Athugasemdafrestur til 31. desember 2009.

6.11.2009: Þrjár deiliskipulagstillögur: Skátalóð við Hafravatn, Háholt 7 (Áslákur) og Reykjavegur 36

Nýtt deiliskipulag skátalóðar við suðaustanvert Hafravatn, og breytingar á deiliskipulagi vegna hótels að Háholti 7 og vegna lóðar Ísfugls að Reykjavegi 36. Athugasemdafrestur til 18. desember 2009.

26.10.09: Miðbærinn: Tillögur að deiliskipulagi og breytingum á aðalskipulagi

Auglýst er skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar og skv. 21. gr. sömu laga tillaga að breytingum á aðalskipulagi, sem varða miðbæjarsvæðið. Frestur til að gera athugasemdir rennur út þann 7. desember 2009.

14.október 2009 - Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi við Skarhólabraut - Forkynning

Í undirbúningi er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024. Í tillögunni felst að settur er inn 1,6 ha reitur með skilgreiningunni „svæði fyrir þjón­ustustofnanir“ norðan Skarhólabrautar næst Vesturlandsvegi. Vesturhluti þessa reits er í gildandi aðalskipulagi skilgreindur sem opið, óbyggt svæði en austurhluti hans er skilgreindur sem íbúðarsvæði (hluti af ...

8.september 2009: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi í miðbæ, forkynning

Í undirbúningi er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024. Um er að ræða breytingar í Miðbænum, annars vegar á afmörkun hverfisverndar á klapparholtinu Urðum, og hinsvegar stækkun miðbæjarsvæðis að gatnamótum Langatanga og Vesturlandsvegar.

10. júní 2009: Grund við Varmá, tillaga að breytingum á deiliskipulagi.

Tillagan gerir ráð fyrir því að landi Grundar verðu skipt upp í þrjár lóðir; tvær fyrir ný heilsárshús og eina fyrir´núverandi sumarbústað.

30. apríl 2009: Leirvogstunga, tillaga að breytingum á deiliskipulagi.

Tillaga um að húsgerð breytist úr tveggja hæða raðhúsum í einnar hæðar á lóðunum nr. 72-80 og 116-124 við Laxatungu. Athugasemdafrestur til 11. júní 2009.

16. apríl 2009: Völuteigur 8, tillaga að breytingum á deiliskipulagi.

Tillaga um stækkun lóðar, hækkun nýtingarhlutfalls og að á lóðinni megi byggja fjögurra hæða skrifstofu- og hótelbyggingu með neðanjarðarbílageymslu. Athugasemdafrestur til 28. maí 2009

19. febrúar 2009: Álafosskvos, tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Helstu breytingar: Færsla á gatnatengingu, stækkun skipulagssvæðis, hækkun á hlutfalli íbúða, breytingar á lóðarmörkum o.fl. Athugasemdafrestur til 2. apríl 2009.

9. janúar 2009: Tillaga að breytingum á aðal- og deiliskipulagi í Leirvogstungu.

Meginbreytingin felst í stækkun skipulagssvæðisins til austurs og fjölgun lóða. Einnig er reiðleið færð vestur fyrir Tunguveg og ýmsar smærri breytingar gerðar á lóðarmörkum, húsgerðum og skilmálum.

15. desember 2008: Lundur, Mosfellsdal (norðan Þingvallavegar)

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir að landið verði nýtt fyrir gróðrarstöð.

4. desember 2008: Hulduhólasvæði (Lágahlíð/Brattahlíð).

Tillaga að breytingum á deiliskipulagi. Einbýlislóðum breytt í lóðir fyrir tveggja hæða parhús og fleiri breytingar.

4. nóvember 2008: 6 frístundalóðir norðan Selvatns.

Tillaga að deiliskipulagi 6 frístundalóða í landi Miðdals, austan Selvatnsvegar norðan Selvatns.

29. september 2008: Flugvöllur á Tungubökkum og frístundalóð við Krókatjörn.

2 tillögur: Breyting á deiliskipulagi flugvallarsvæðis (stækkun byggingarreits fyrir flugskýli) og tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar sunnan Krókatjarnar.

26. september 2008: Brekkuland 1-3 og Lóð í Auga vestan Sauðhóls.

2 deiliskipulagstillögur. Á lóðinni Brekkuland 3 gerir tillaga ráð fyrir að núverandi hús verði rifið og byggð tvö tvíbýlishús í staðinn. Á lóð vestan Sauðhóls gerir tillaga ráð fyrir 3-ja til 4-ra hæða íbúðarhúsi með allt að 55 íbúðum fyrir eldri borgara.

10. september 2008: Vesturlandsvegur, mislæg gatnamót við Leirvogstungu/Tungumela.

Tillagan tekur til Vesturlandsvegar milli Leirvogsár og Köldukvíslar og mislægra gatnamóta þar sem íbúðarhverfi í Leirvogstungu og athafnahverfi á Tungumelum tengjast veginum á þessum kafla. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla.

22. júlí 2008: Skeiðholt - Tunguvegur, tillaga að deiliskipulagi

Tillagan gerir grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á Skeiðholti og útfærslu Tunguvegar, göngu- og reiðstígum, brúm og undirgöngum. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla. Samhliða er auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi.

21. júlí 2008: Tungumelar, breyting á deiliskipulagi

Tillagan felur í sér að lóðarmörk og byggingarreitir næst Vesturlandsvegi eru aðlöguð að nýrri útfærslu mislægra gatnamóta og breyttu veghelgunarsvæði.

4. janúar 2008: Skarhólabraut

Tillaga að deiliskipulagi Skarhólabrautar, þ.e. 1,1 km kafla frá hringtorgi við Vesturlandsveg og austur fyrir nýtt iðnaðarhverfi í Desjarmýri. Samhliða er auglýst umhverfisskýrsla.

19. október 2007: Dalland og Háholt 7 (Áslákur)

Tillaga að deiliskipulagi Dallands sunnan Nesjavallavegar, og tillaga að stækkun lóðarinnar Háholts 7 og frekari byggingum fyrir hótel.

15. október 2007: Brú á Leirvogsá við Fitjar, tillaga að deiliskipulagi

Tillaga um brú fyrir gangandi, ríðandi og hjólandi umferð yfir Leirvogsá milli Fitja og flugvallarsvæðis á Tungubökkum.

31. ágúst 2007: Lækjarnes í Mosfellsdal, tillaga að deiliskipulagi

Skipulagssvæðið er 1,4 ha land við Köldukvísl, milli golfvallar og Laxness. Tillagan gerir ráð fyrir einu íbúðarhúsi og hesthúsi á landinu.

19. júlí 2007: 4. áfangi Helgafellshverfis

Tillaga að deiliskipulagi 11,8 ha svæðis við Skammadalslæk, með 113 íbúðum í einbýlis, par-, rað- og tvíbýlishúsum.

4. júlí 2007: Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar sunnan Krókatjarnar

Lóðin er úr landi Miðdals II, landnúmer 192803, og gerir tillagan ráð fyrir að á henni megi reisa eitt frístundahús allt að 110 m2 að stærð auk allt að 20 m2 geymslu.

6. júní 2007: Tillögur að deiliskipulagi tveggja frístundalóða

Úr Úlfarsfellslandi norðan Hafravatns, og úr Miðdalslandi, milli Krókatjarnar og Silungatjarnar.

31. maí 2007: Tillaga að deiliskipulagi Helgafellsvegar

Ný og breytt tillaga m.v. áður auglýstar tillögur. Samhliða er auglýst umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana.

2. maí 2007: Frístundalóðir í Hamrabrekku, till. að breytingum á deiliskipulagi

Tillaga um aukningu hámarksstærðar frístundahúsa á þremur lóðum, þannig að þau megi vera allt að 110 m2 auk 20 m2 geymslu.

10. apríl 2007: Tillaga að deiliskipulagi iðnaðarhverfis við Desjamýri.

Skipulagssvæðið er austan núverandi iðnaðarsvæðis við Flugumýri og er um 8 ha að stærð. Tillagan gerir ráð fyrir 10 lóðum, 3.100 - 8.800 m2 að stærð. Nýju deiliskipulagi er ætlað að koma í stað áður samþykkts deiliskipulags.

23. mars 2007: Tillaga að deiliskipulagi frístundalóða við Nátthagavatn

Lóðirnar eru tvær, úr landi Elliðakots, landnúmer 125236, og gerir tillagan ráð fyrir að reisa megi allt að 80 m2 frístundahús á hvorri lóð.

14. febrúar 2007: Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar við Krókatjörn

Lóðin er úr landi Miðdals II, landnúmer 192804, og gerir tillagan ráð fyrir að á henni megi reisa tvö frístundahús.

9. febrúar 2007: Tillaga að deiliskipulagi fyrir Skálatúnsheimilið og tillaga að breytingum á deiliskipulagi Krikahverfis.

Skálatún: skilgreindir eru byggingarreitir fyrir ný- og viðbyggingar og lóð afmörkuð. Skipulagi frestað á hluta lóðar. Krikahverfi: Hringtorg og undirgöng við Reykjaveg, ný lóð fyrir sjálfsafgreiðslubensínstöð við Stórakrika.

17. janúar 2007: Tillaga að breytingum á deiliskipulagi íbúðarhverfis í Leirvogstungu

Bætt er inn lóð fyrir símstöð í austurjaðri hverfisins, húsgerð breytt á nokkrum lóðum úr einnar hæðar einbýlishús í tveggja hæða, auk annarra minniháttar breytinga.