Garðyrkjudeild

SJO 2007-07-17 151536Garðyrkjustjóri: Bjarni Ásgeirsson
Netfang: bjarni[hja]mos.is      
Staðsetning: Völuteigur 15, 270 Mosfellsbær
Sími/gsm: 566-8450 / 693-6702

Garðyrkjudeildin sér um öll almenn garðyrkjustörf og alla umhirðu gróðurs í bæjarlandinu auk viðhalds og umhirðu á stofnanalóðum bæjarins. Nýframkvæmdir taka helst til opinna svæða og frágangur við göngustíga og gangstéttar.

Garðyrkjudeildin vinnur einnig náið með vinnuskóla bæjarins og sér um að útvega honum verkefni.

Að jafnaði er garðyrkjudeildin með einn heilsársstarfsmann en yfir sumartímann fjölgar starfsmönnum verulega og sjá þeir þá um garðslátt, ýmsa viðhaldsvinnu, gróðursetningu og allt er kemur að fegrun bæjarins.

Gróður og garðar - Upplýsingar um garða og opin svæði í umsjá Mosfellsbæjar sem og reglur og leiðbeiningar um umhirðu garða