Gróður og garðar

Garðyrkjudeild Mosfellsbæjar sér um öll almenn garðyrkjustörf og alla umhirðu gróðurs í bæjarlandinu, auk viðhalds og umhirðu á stofnanalóðum bæjarins.

Garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar er Bjarni Ásgeirsson, og hefur netfangið bjarni[hja]mos.is

Nýframkvæmdir á vegum garðyrkjudeildar taka helst til opinna svæða og frágangs göngustíga og gangstéttir.  Sláttur á vegum bæjarins er að stórum hluta í höndum verktaka.

Að jafnaði er garðyrkjudeildin með einn heilsársstarfsmann en yfir sumartímann fjölgar starfsmönnum verulega og sjá þeir þá um garðslátt, viðhaldsvinnu, gróðursetningu og allt sem kemur að fegrun bæjarins.

Garðyrkjudeild vinnur einnig náið með vinnuskóla bæjarins og sér um að útvega honum verkefni.

Skógrækt er umfangsmikil í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær hefur gert samstarfssamning við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um skógrækt á völdum svæðum í Mosfellsbæ.  Þau svæði eru við Lágafell, Úlfarsfell, Helgafell, Mosfell, Norður-Reyki, Æsustaðafjall og Meltún í Reykjahverfi.

Árið 2011 var síðan undirritaður samstarfssamningur Mosfellsbæjar, Skógræktarfélags Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins Harðar um umfangsmikla umgræðslu og skógrækt á Langahrygg í Mosfellsdal.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hefur umsjón með glæsilegu útivistarsvæði við Hamrahlíð þar sem er fjöldi fallegra gönguleiða og útivistarmöguleika.