Náttúruvernd

Mosfellsbær leggur mikla áherslu á náttúrvernd í sveitarfélaginu. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fer með hlutverk náttúruverndarnefndar. Hlutverk náttúruverndarnefnda er að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál og jafnframt stuðla að náttúruvernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líkleg er til þess að hafa áhrif á náttúruna.

Náttúrurverndarnefnd Mosfellsbæjar hefur árlega sótt samráðsfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga þar sem farið er yfir málefni nefndanna.

Nánari upplýsingar um hlutverk náttúruverndarnefnda má finna í Lögum um náttúruvernd nr. 44/1999.

Meðal verkefna sem bærinn hefur komið að eru:

  • Verndun náttúruminja í bænum, eins og fossa og áa.
  • Varmárósar voru friðlýstir árið 1980 og friðlýsing var endurskoðuð árið 1987.
  • Úlfarsá og Blikastaðakró, Leiruvogur, Tröllafoss og Varmá eru náttúruminjar á náttúruminjaskrá.
  • Ýmis svæði og staðir sem hafa verndargildi vegna náttúrufars eru afmörkuð sem hverfisverndarsvæði í aðalskipulagi Mosfellsbæjar, en það eru Leiruvogur, Urðir í miðbæ Mosfellsbæjar, Úlfarsá og Blikastaðakró, Kaldakvísl, Suðurá, Varmá, Skammadalslækur og Hólmsá.
  • Lokun ólöglegra akslóða á fellum í bænum í náninni samvinnu við landeigendur.
  • Kortlagning á slóðum í bænum, gönguslóðum, reiðslóðum og akslóðum, í samvinnu við hagsmunaaðila.
  • Flokkun vatnasviða þar sem ástand vatna og áa í landi Mosfellsbæjar var kortlagt.
  • Reglulegt hreinsunarátak meðfram ströndum og ám í bænum.
  • Bættar fráveitutengingar frá íbúðarhúsum og hesthúsahverfi þar sem húsaskólp er nú leitt í gegnum skólpdælustöðvar til hreinsistöðvar í Reykjavík.
  • Hreinsun ofanvatns frá nýrri íbúahverfum með sérstökum hreinsibúnaði.