Staðardagskrá 21

Umhverfið í MosfellsbæHaustið 1998 ákvað bæjarstjórn Mosfellsbæjar að vinna að Staðardagskrá 21. Síðan hefur verið lögð fram skýrsla um stöðu mála í bæjarfélaginu og markmið um sjálfbæra þróun verið samþykkt. Ýmis verkefni hafa verið unnin undir merkjum Staðardagskrár 21.
Í mars árið 2000 fékk Mosfellsbær viðurkenningu fyrir þátttöku almennings í Staðardagskrá 21.

Í nóvember árið 2000 voru markmið og framkvæmdaáætlun fyrir Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ samþykkt í verkefnisstjórn.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á 319. fundi sínum þann 31. janúar 2001, að undirrita svokallaða Ólafsvíkuryfirlýsingu (.pdf -81kb) og hafa þar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi við ákvarðanatöku sína.

Í apríl 2001 voru svo Staðardagskrárverðlaunin 2001 veitt Mosfellsbæ. Í greinargerð um verðlaunin kom eftirfarandi fram:
„Það sem einkennt hefur starfið í Mosfellsbæ öðru fremur er sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á miðlun upplýsinga til almennings og á þátttöku almennings á öllum stigum starfsins. Útgáfa fréttabréfsins Sólargeislans hefur verið mikilvægur þáttur í því að treysta tengslin við almenning. Sólargeislinn er án nokkurs vafa vandaðasta kynningarefnið fyrir almenning sem gefið hefur verið út um þessi mál hérlendis.”

ÁlafossÍ byrjun árs 2008 var ráðinn til starfa hjá Mosfellsbæ umhverfisstjóri sem m.a. mun hafa umsjón með Staðardagskrá 21, stefnumörkun og kynningarstarfi í tengslum við umhverfismál og mótun opinna svæða og stefnumörkun hvað varðar nýtingu og hirðingu þeirra.

Í framhaldinu var ákveðið að ráðast í endurskoðun á markmiðum Staðardagskrár 21 fyrir Mosfellsbæ.  Skipaður var stýrihópur til að starfa með umhverfisstjóra að endurskoðun verkefnisins.

Verkefnisstjórn Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ skipa: Jóhanna B. Magnúsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Óðinn Pétur Vigfússonog Gerður Pálsdóttir

Endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir Mosfellsbæ eru nú í gangi. Í lok ágúst 2009 var gefinn út bæklingur um Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ og hann borinn í hús.

Bæklingnum má fletta með því að smella á mynd hér að neðan:

 

Bein aðkoma íbúa

Mosfellsbær hefur lagt sig fram við að óska eftir þátttöku íbúa við stefnumótun sveitarfélagsins.  Nýverið hefur farið fram málþing um Staðardagskrá 21 og einnig íbúaþing um sjálfbæra þróun í sveitarfélaginu.

Hér að neðan má nálgast nánari upplýsingar um þá viðburði sem haldnir hafa verið í því skyni að auðvelda íbúum beina þátttöku í stefnumótun á sviði Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ og sjálfbærri þróun:

 

Hvað er Staðardagskrá 21?