Málþing um Staðardagskrá 21

Mosfellsbær hefur lagt sig fram við að hvetja íbúa til þátttöku í mótun stefnu um sjálfbæra þróun. Haldið var málþing í lok árs 2009 þar sem fjallað var um stöðu sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögum á Íslandi.

Fjallað var um hve sveitarfélög á Íslandi væru komin mislangt í vinnu sinni að sjálfbærri þróun undir merkjum Staðardagskrár 21. Farið var yfir og bornar saman mismunandi áherslur og aðferðafræði sveitarfélaga í þessum efnum.

Í febrúar var haldið íbúaþing um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ. Tilgangurinn var að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi sjálfbæra þróun sveitarfélagsins.

Hér fyrir neðan má fletta kynningu Tómasar G. Gíslasonar, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, frá málþinginu: