Sorp og endurvinnsla

Blá tunna banner

Söfnun á heimilisúrgangi er í höndum verktaka, Íslenska Gámafélagsins og fer losun fram á um 10 daga fresti að meðaltali, sem gerir rúmlega þrisvar í mánuði eða um 40 sinnum yfir árið.  Sorptunnur skal panta hjá áhaldahúsi Mosfellsbæjar við Völuteig.
Íbúum ber að hafa a.m.k. eina sorptunnu fyrir hverja íbúð, óháð stærð eða fjölda íbúa.  Um er að ræða svarta/gráa sorptunnu fyrir blandaðan úrgang.

Íbúar geta haft sérstaka endurvinnslutunnu í gegnum Íslenska Gámafélagið eða Gámaþjónustuna, en þarf að óska sjálft eftir slíkri tunnu við þá aðila og greiða fyrir aukalega.

Söfnun á sorpi frá fyrirtækjum og stofnunum er á ábyrgð hvers fyrirtækis fyrir sig, sem sér um að panta losun á sorpi frá viðurkenndum hreinsunaraðila, og fer tíðni losunar eftir óskum verkkaupa.

Íbúar í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að taka upp sorptunnur fyrir flokkaðan úrgang og árin 2007 og 2008 var í gangi verkefni í þar sem leiga grænnar endurvinnslutunnu var niðurgreidd um 75% til að hvetja til upptöku hennar.  Um tilraunaverkefni var að ræða sem var til þess fallið að kynna íbúum í Mosfellsbæ kosti flokkunartunnunnar.

Frekari upplýsingar um flokkun á sorpi má finna hér.

Sorpeyðing
Mosfellsbær er meðlimur í byggðarsamlagi Sorpu bs. sem rekur sorpmóttökustöð í Gufunesi og sorpurðunarstað í Álfsnesi. Allur heimilisúrgangur sem verktakar hirða samkvæmt samningi við Mosfellsbæ fer í sorpmótttökustöð Sorpu í Gufunesi til böggunar og er síðan fluttur til urðunar í Álfsnes.

Innheimta á sorphirðugjaldi
Sorphirðugjald er í dag innheimt með fasteignagjöldum, jafndreift yfir árið og er gjaldtaka skv. gjaldskrá bæjarráðs. Tekið er gjald fyrir eina tunnu per íbúð óháð stærð, en mögulegt að fá fleiri tunnur óski íbúar eftir því, gegn auka gjaldi.

Gjaldtaka vegna sorphirðu stendur alls ekki undir öllum kostnaði við sorphirðu og förgun úrgangs, heldur er um talsverða niðurgreiðslu að ræða. 
Sama gjald er innheimt í þéttbýli og dreifbýli