Bláa pappírstunnan

 AUKIN ENDURVINNSLA Í MOSFELLSBÆ MEÐ BLÁRRI PAPPÍRSTUNNU

NÝ PAPPÍRSTUNNA Í MOSFELLSBÆ240L Mosfellsbaer
 Mosfellsbær hefur ákveðið að auka endurvinnslu á sorpi frá heimilum í bænum með innleiðingu á sérstakri endurvinnslutunnu fyrir pappírsúrgang – blárri pappírstunnu.Tilgangurinn er að auðvelda flokkun á sorpi og skapa um leið umhverfisvænna samfélag í takt við stefnu sveitarfélagsins í umhverfismálum. Í framhaldi af flokkun á pappírsúrgangi er stefnt að frekari endurvinnslu strax á næsta ári. 
Markmiðið er að fá alla íbúa bæjarfélagsins til að auka flokkun á úrgangi og draga um leið úr magni urðaðs úrgangs.  Með því verður Mosfellbær fyrsta sveitafélagið á höfuðborgarsvæðinu, ásamt Kópavogsbæ, til að endurvinna úrgang frá hverju heimili.

 
HVENÆR FÁUM VIÐ BLÁU TUNNUNA?
Blár gámurBlá pappírstunna verður afhent öllum íbúum í júní og júlí í sumar.  Í framhaldi af því munu starfsmenn frá Íslenska gámafélaginu ganga í hvert hús og fræða íbúa um hið nýja fyrirkomulag og leiðir til aukinnar endurvinnslu. Einnig verður íbúum afhentur upplýsingabæklingur þar sem fram koma nauðsynlegar upplýsingar um bláu endurvinnslutunnuna og hið nýja fyrirkomulag.
 

HVAÐ MÁ FARA Í TUNNUNA?Blatunna_sorpflokkar_01
Í nýju blátunnurnar má setja allan pappírs og pappaúrgang, svo sem dagblöð, tímarit, fernur, sléttan pappa, eggjabakka, skrifstofupappír og bylgjupappa, sem síðan verður tæmd á um 28 daga fresti og efnið flutt til endurvinnslu.

Sléttur pappír er til dæmis í umbúðum utan af morgunkorni, ýmsum skyndiréttum, kexi, þvottaefni og þess háttar. Bylgjupappi er til að mynda pitsukassar og pappakassar.

Svo ekki komi ólykt við geymslu skal skola fernurnar vel áður en þeim er skilað. Mikilvægt er að fjarlægja allar matarleifar eða plastumbúðir sem kunna að leynast í pappaumbúðum.


FREKARI ENDURVINNSLAGrenndargamar_Mosfellsbae
Flokkun á pappírsúrgangi er þó aðeins fyrsta skrefið í aukinni endurvinnslu við heimili í Mosfellsbæ, þar sem er fyrirhugað er að á næsta ári verði ráðist í frekari flokkun á heimilissorpi  með því að setja sérstakar skúffur í blátunnuna fyrir aðra endurvinnsluflokka, eins og plast og lífrænan úrgang. 
Ákveðið var að byrja strax á pappírsúrgangnum þar sem sá úrgangur er fyrirferðarmestur og auk þess verðmætastur í endurvinnslu en einnig vegna þess hva auðvelt er að flokka hann.
Við flokkun á pappírsúrgangi við heimahús losna einnig pappírsgámar á grenndargámastöðvum sem verða þá nýtt fyrir annan endurvinnsluúrgang.  Grenndargámastöðvar í Mosfellsbæ eru staðsettar við Langatanga, Háholt og Dælustöðvarveg, og endurvinnslustöð Sorpu bs. er staðsett við Blíðubakka  (kort).
Þeir sem hafa græna tunnu frá sorphiðufyrirtækjum geta áfram nýtt hana undir plast og málma ef þeir kjósa svo. Einnig bjóða sorphiðufyrirtæki upp á brúna tunnu undir lífrænan úrgang, svo sem matarleifar.
Ekki er gefinn kostur á því að sleppa við að fá bláa pappírstunnu í tilfellum þar sem aðilar eru nú þegar með endurvinnslutunnu frá gámafélagi, þar sem mikilvægt er að endurvinnsluefnið skili sér til Sorpu bs. sem er í eigu Mosfellsbæjar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og um verðmætt efni að ræða sem getur lækkað kostnað við verkefnið verulega. Bláa tunnan kostar ekkert aukalega fyrir íbúa en sorphirðugjald er innheimt með fasteignagjöldum.
 
SORPTUNNUGEYMSLURSorptunnuskyli
Lögð var áhersla á að halda fjölda sorptunna við íbúðarhús í lágmarki, enda aðeins kveðið á um tvær tunnur við hvert heimili í byggingareglugerð.  Því var ákveðið að bæta aðeins við einni endurvinnslutunnu, og síðar bæta við endurvinnsluskúffum ofan í þá tunnu.  Búast má við því að í einhverjum tilfellum séu ekki nægilega mörg sorptunnuskýli við íbúðarhúsnæði fyrir auka tunnu en ber íbúum að útbúa slíka aðstöðu í samræmi við samþykkta uppdrætti og skipulag.  Benda má á ýmsa aðila sem bjóða uppá slíka þjónustu, sjá hér.
 
ENDURVINNSLUTUNNUR FRÁ GÁMAFÉLÖGUMGraena_tunnan
Ekki er nauðsynlegt fyrir þá sem hafa grænar endurvinnslutunnur í dag, þar sem flokkaður er auk pappírs; plast, gler og málmur, að hætta með þær sé vilji til frekari flokkunar heimavið.  Grænar endurvinnslutunnur má því áfram nota til flokkunar á öðrum endurvinnslurúrgangi en pappír. 
Ekki er gefinn kostur á því að sleppa við að fá bláa pappírstunnu í tilfellum þar sem aðilar eru nú þegar með endurvinnslutunnu frá gámafélagi, þar sem mikilvægt er að endurvinnsluefnið skili sér til Sorpu bs. sem er í eigu Mosfellsbæjar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og um verðmætt efni að ræða sem getur lækkað kostnað við verkefnið verulega.
 
GJALDTAKAEndurvinnsla
Gjaldtaka fyrir hina nýju endurvinnslutunnu er innifalin í sorphirðugjaldi og innheimt með fasteignagjöldum eins og áður. 
Gera má ráð fyrir því að aukin sorpflokkun við hvert heimili skili sér til baka í lægri urðunargjöldum, sem að endingu skilar sér baka til sveitarfélaganna.


Fréttatilkynningu um innleiðingu á blárri pappírstunnu í Mosfellsbæ má sjá
hér.
Ýmsar upplýsingar má finna hér um
sorp og endurvinnslu  

Ýmsar gagnlegar upplýsingar má finna hér neðar:

Umhverfissvið Mosfellsbæjar

Sorphirðudagar í Mosfellsbæ 2014 (.pdf 246 kb)

Gjaldskrá sorphirðu
Umsókn um aukatunnu

Bláa pappírstunnan
Grænar tunnur

Flokkun sorps og endurvinnsla

Kynningarbæklingur (.pdf 8 MB)