Umhverfisviðurkenningar

Myndir fyrir glærukynningu_green globeUmhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir árlegar viðurkenningar til þeirra sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu.

Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar í þremur aðskildum flokkum; fyrir fallegasta húsagarðinn, fyrir það fyrirtæki sem skaraði framúr í umhverfismálum og fyrir fallegustu götuna. 

Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar heimsækir þá garða, fyrirtæki og götur sem tilnefnd eru og skoðar með tilliti til umhirðu, umgengni, hönnunar, skipulags og áherslu á umhverfismál.

Umhverfisviðurkenningarnar eru afhentar á bæjarhátíðinni „Í túninu heima“.