2009

Umhverfisviðurkenningarnar 2009

Á bæjarhátíðinni Í túninu heima voru afhentar umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2009. Á hverju ári býðst almenningi að tilnefna þau svæði, garða, götur, fyrirtæki eða einstaklinga sem þeim þykir hafa skarað framúr í umhverfismálum í bæjarfélaginu.  Að þessu sinni voru tilnefndir sjö garðar og tvö fyrirtæki.


Allir verðlaunahafar þóttu vel að verðlaununum
komnir og fengu að launum vænan blómvönd,
skrautritað viðurkenningarskjal og
viðurkenningaskjöld til að festa á hús sitt.

 

 

Eftir mikla yfirlegu og heimsóknir á alla staðina var umhverfisnefnd Mosfellsbæjar sammála um að umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar skyldu hljóta að þessu sinni:  
 
Bílaverkstæði Sigurbjörns Árnasonar
og Réttingaverkstæði Jóns B.  fyrir
áherslu á umhverfismál og snyrtilegt
umhverfi að Flugumýri


Hjónin Margrét Ragnarsdóttir og
Sigurður H. Þórólfsson, fyrir
stílhreinan og fallegan garð að
Svöluhöfða 11.


Hólmfríður Díana Magnúsdóttir, fyrir
fallegan og vel skipulagðan garð að
Dalatanga 7 þar sem umhirða
gróðurs er til fyrirmyndar.