2012

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2012
„Reykjalundur fær umhverfisviðurkenningu“

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 voru afhendar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „ Í túninu heima“ nú um helgina. Eigendur tveggja húsalóða hlutu umhverfisviðurkenningu fyrir sérlega fallega garða; eigendur Arnartanga 51 fyrir fallegan rótgróinn garð og eigendur Kvíslartungu 3 fyrir glæsilegan garð í nýju hverfi bæjarins. Auk þess fékk Reykjalundur viðurkenningu fyrir sérlega fallegt umhverfi um árabil og Varmárskóli viðurkenningu fyrir áherslu á umhverfismál í sinni starfsemi.

Alls bárust um 24 tilnefningar að þessu sinni og sá umhverfisnefnd Mosfellsbæjar um að heimsækja þau svæði sem tilnefnd voru og velja úr tilnefningum.

Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar í garðaskoðun 2012
 

Þeir garðar sem fengu viðurkenningu í ár eru:

Umhverfisvidurkenningar_2012 003_Kvislartunga3
Kvíslartunga 3

Um er að ræða nýlegan garð í nýju hverfi í Leirvogstungu. 
Garðurinn er opinn og bjartur, og er sérlega vel skipulagður. 
Gróður er fjölbreyttur og umhirða til fyrirmyndar.  Jafnframt er lögð áhersla á notagildi garðsins og hafa eigendur m.a. komið sé upp matjurtargarði og litlum kofa sem hvoru tveggja fellur sérlega vel að umhverfinu. 
Sérstaka athygli vakti hversu íbúum hefur tekist vel að gera garðinn glæsilegan á skömmum tíma í þessu nýja hverfi bæjarins.
          

Umhverfisvidurkenningar_2012 013_Arnartangi51
Arnartangi 51

Garðurinn við Arnartanga þótti sérlega fallegur og hlýlegur þótt rými sé takmarkað.  Garðurinn er mjög gróðurmikill en þannig skipulagður að rýmið er vel nýtt þannig að hver planta fær að njóta sín. 

Umhirða gróðurs er til fyrirmyndar og lóðinni vel við haldið.


 

Þau fyrirtæki sem hlutu viðurkenningu í ár eru:

Varmarskoli_Graenfaninn 005_lagfaert
Varmárskóli

Varmárskóli hlýtur viðurkenningu fyrir sérstaka áherslu á umhverfismennt
í innra starfi þar sem starfsfólk og nemendur hafa náð að nýta náttúruna og umhverfi skólans í kennslu.  

Varmárskóli fékk sérstök hvatningarverðlaun hjá um- hverfisnefnd Mosfellsbæjar árið 2009 og sama ár hóf skólinn markvissa vinnu við að fá grænfánavottun með þáttöku í verkefninu „Skólar á grænni grein“.  Varmárskóli fékk grænfánavottun í maí 2012 og er lögð mikil áherslu á flokkun úrgangs og endurvinnslu meðal starfsfólks og nemenda, auk þess sem skólinn hefur sett sér stefnu í umhverfismálum. 
Varmárskóli er fyrsti skólinn í Mosfellsbæ sem tekur á móti þessari alþjóðlegu viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunnar  og fyrir að efla og bæta umhverfismál innan skólans og nær- samfélagsins. 

Varmárskóli hefur komið sér upp glæsilegu útikennslu- svæði neðan við íþróttahúsið við Varmá og verið leiðandi  í útinámi í Mosfellsbæ.

              

Umhverfisvidurkenningar_2012 055_Reykjalundur
Reykjalundur

Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð SÍBS, hlýtur viðurkenningu fyrir sérlega snyrtilegt og vel hirt umhverfi og lóð sem hefur verið til fyrirmyndar í áratugi.  Svæðið er gríðarlega stórt og umfangsmikið en forsvarsmönnum hefur með eljusemi tekist að viðhalda sérlega fallegu og snyrtilegu umhverfi. 

Reykjalundur fékk áður viðurkennningu árið 1997 og hefur lóð og nágrenni stofnunarinnar verið sérlega glæsilegt og vel hirt allar götur síðan.


Nánari upplýsingar veitir Tómas Guðberg Gíslason, umhverfisstjóri í Mosfellsbæ 
sími 525 670 tomas[hjá]mos.is