Umhverfisviðurkenningar - tilnefning

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga


Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2013.
Almenningur og fyrirtæki geta tilnefnt þau svæði eða aðila í Mosfellsbæ sem þeim finnst skara framúr í umhverfismálum.

Umhverfisviðurkenningar verða veittar í þremur flokkum sem hér segir:
a)    Garðar
b)    Íbúagötur
c)    Fyrirtæki
Veitt verður ein viðurkenning í hverjum flokki.

Tilnefningar eru sendar rafrænt með því að fylla út reitina hér að neðan eða með tölvupósti á mos[hjá]mos.is.

Tilnefningum skal skilað  fyrir 1. ágúst 2013 og verða viðurkenningarnar veittar á bæjarhátíðinni Í túninu heima dagana 30. ágúst -1. september nk.

Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hefur til hliðsjónar við val á tilnefningum gátlista sem nálgast má hér. (.pdf skjal 16kb)

 

Umhverfisviðurkenning Mosfellsbæjar - Tilnefning
   
Flokkur
   
   
Ástæður fyrir tilnefningu, hakið við eitt eða fleiri atriði