Stjórnlagaþing

Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar:

Auglýsing um kjörstað og aðsetur yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar.

Kjörstaður vegna kosninga til Stjórnlagaþings sem fram fara þann 27. nóvember 2010 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22.

Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 27. nóvember 2010 verður á sama stað.

Símanúmer á kjörstað er 525 9200.

Yfirkjörstjórn skipa: Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður, Haraldur Sigurðsson og Valur Oddsson.

Tilkynning vegna framlagningu kjörskrár:

Kjörskrá í Mosfellsbæ vegna kosninga til Stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.

Kjörskrá vegna kosninga til Stjórnlagaþings sem fram fara þann 27. nóvember 2010, liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á skrifstofutíma frá kl. 08:00 – 16:00, frá og með 17. nóvember 2010 og til kjördags.
Nánari upplýsingar um kosningar til stjórnlagaþing má finna á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins undir slóðinni www.kosning.is