Nýjar Fréttir

15.1.2014

Opnun útboðs – Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi

Opnun útboðsLitliskógur - Brúarland. Þann 14. janúar  2014, kl. 14:00, voru opnuð tilboð í gerð stofnstígs meðfram Vesturlandsvegi milli Litlaskógs og Brúarlands.
Fram kom á opnunarfundi að villa væri í tilboðsskrá útboðsgagna því kostnaður við malbikun í götustæði SL11 er ekki  inn í samlagningartölu tilboða.

9.1.2014

Nýr samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Nýr samstarfssamningur Skíðasvæða Á stjórnarfundi SSH ( Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ) hinn 6. janúar 2014 var undirritaður nýr samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Aðilar að samningum eru Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður. Í samningnum, sem til 3 ára er fjallað um tilgang, framtíðarsýn og þau meginmarkmið sem sveitarfélögin setja sér með rekstrI skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli. Þá er í samningnum kveðið á um árlegt rekstrarframlag sveitarfélaganna á samningstímanum.

9.1.2014

Hljómsveitin Kaleo valin Mosfellingur ársins

Hljómsveitin Kaleo Mosfellingur ársins 2013.Hljómsveitin Kaleo hefur verið valin Mosfellingur árins 2013 af bæjarblaðinu Mosfellingi í Mosfellsbæ. Hljómsveitina skipa þeir Jökull Júlíusson, Davíð Antonsson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock. Kaleo sló rækilega í gegn á árinu 2013. Síðasta vor gaf hljómsveitin út endurgerða útgáfu af gamla laginu Vor í Vaglaskógi. Lagið kom þeim á kortið og hafa þeir verið óstöðvandi síðan. „Við erum gríðarlega stoltir að hljóta þessa nafnbót og má segja að þetta setji punktinn yfir i-ið á árinu 2013 sem hefur verið ævintýri líkast," segja strákarnir í samtali við Mosfelling.

9.1.2014

Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2013

Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2013Nú stendur fyrir dyrum kjör um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar 2013.
Í fyrra var í fyrsta skipti tekin upp sú nýjung að íbúar geta tekið þátt í kjörinu ásamt aðal og varamönnum Íþrótta og tómstundanefndar.
Íbúar Mosfellsbæjar kjósa íþróttafólk ársins inni á íbúagáttinni þar sem búið er að bæta inn valmöguleika sem heitir „Kosningar

9.1.2014

Hálka – sandur í Þjónustustöð

AsahlákaLaunhált er nú víða í bænum og hætta á hálkuslysum. Hjá Þjónustumiðstöð (áhaldahúsi) bæjarins, Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttar við heimahús. Aðgengi er opið að sandi við Þjónustumiðstöð og er bæjarbúum velkomið að taka sand sem til þarf.

7.1.2014

Aukin þjónusta

Aukin þjónusta í sorphirðuNýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2014 hefur verið birt á heimasíðu Mosfellsbæjar. Það felur í sér aukna þjónustu vegna bláu tunnunnar en hún verður nú tæmd á þriggja vikna fresti í stað fjögurra áður. Almennt sorp er hirt á 10-11 daga fresti. Minnum á að flugeldarusl má ekki fara í bláu tunnurnar, það þarf að fara í almennt sorp.

6.1.2014

ALMENNAR OG SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR

EndurnýjunAthygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum, gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.

6.1.2014

Leikskólakennari í stöðu deildarstjóra og stöðu almenns starfsmanns í Leirvogstunguskóla

mos2litAuglýst er eftir leikskólakennara í stöðu deildarstjóra og stöðu almenns starfsmanns í Leirvogstunguskóla. Kjör eru skv. stéttarfélagi KÍ og Stamos við LNS. Leirvogstunguskóli er um 50 barna leikskóli, staðsettur í friðsælu umhverfi með fallega náttúru allt um kring. Upplýsingar um störfin veita skólastjórnendur, Gyða Vigfúsdóttir í síma 8916609 og Guðrún Björg Pálsdóttir í síma 586 8648

3.1.2014

Ný vetraráætlun Strætó bs. tekur gildi 5. janúar 2014

Ný vetraráætlun Strætó bs. tekur gildi 5. janúar 2014 Stærstu breytingarnar eru þær að leið 6 hættir akstri í Grafarholtið um kvöld og helgar og mun aka allan daginn frá Staðarhverfinu að Háholti og til baka. Leiðin mun aka um norðanverðan Grafarvog í báðar áttir og mun því ekki lengur aka eftir Víkurvegi að Spöng. Í stað þess koma tvær nýjar biðstöðvar á Korpúlfsstaðarveg við Víkurveg. Leið 18 hættir að aka í Háholt og mun þess í stað aka eftir Borgavegi að Spöng.

3.1.2014

Styrkur frá Íþrótta- og tómstundanefnd

Styrkur fré Íþrótta- og tómstundanefndÁ haustdögum fékk Alexander Jóhannesson sundmaður úr  Mosfellsbæ styrk , reglum samkvæmt, frá íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til að auðvelda honum þátttöku í Evrópumótinu í sundi. Alexander sendi okkur þessa mynd með þökkum fyrir stuðninginn. Takk fyrir það Alexander og gangi þér vel.

2.1.2014

Hin vinsæla þrettándabrenna í Mosfellsbæ laugardaginn 4.janúar klukkan 18.00

Breytt dagsetning Þrettándinn í MosfellsbæNý dagsetning ! Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 4. janúar 2014. Samkvæmt dagatali ber þrettándann upp á mánudaginn 6. janúar en ákveðið hefur verið að halda þrettándann hátíðlega næstkomandi laugardag 4. janúar..

23.12.2013

Tillaga að breytingum á deiliskipulagi í Leirvogstungu

Tillaga að breytingum á deiliskipulagi í LeirvogstunguMegininntak tillögunnar er að tveggja hæða rað- og parhús á svæði við Voga- og Laxatungu breytast í einnar hæðar hús. Athugasemdafrestur er til 3. febrúar 2014.

23.12.2013

Gleðilega hátíð - opnunartímar


Gleðileg hátíð - opnunartímarStarfsfólk Mosfellsbæjar óskar Mosfellingum sem og öðrum viðskiptavinum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.Upplýsingar um opnunartíma ...

23.12.2013

Mosfellsbær tryggir hjá TM

Mosfellsbær tryggir hjá TMÁ dögunum var undirritaður samningur um vátryggingar milli Mosfellsbæjar og TM þar sem aðilar samþykkja að  TM mun næstu þrjú árin annast um allar vátryggingar Mosfellsbæjar. Bæjarráð samþykkti í nóvember að bjóða út vátryggingar bæjarins og er samningurinn gerður í kjölfar þess útboðs þar sem TM var lægstbjóðandi.

23.12.2013

Breytt fyrirkomulag á brennum bæjarins

Breytt fyrirkomulag á brennum bæjarinsÁ gamlárskvöld verður áramótabrenna neðan Holtahverfis við Leirvoginn þar sem þrettándabrennan er árlega. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Athugið að áramótabrennan verður á sama stað og þrettándabrennan.

20.12.2013

Stór dagur hjá FMOS, framhaldsskólanum í Mosfellsbæ

Fmos 2Í dag, föstudaginn 20. desember, fer fyrsta útskriftin í nýju húsnæði skólans fram. Þetta er því merk stund í sögu skólans. FMOS er að útskrifa 29 stúdenta, 25 af félags- og hugvísindabraut og 4 af náttúruvísindabraut. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar mun afhenda verðlaun þeim sem fá hæstu einkunn.