Fyrir fjölmiðla

Helstu upplýsingar

Mosfellsbær er um 8500 manna, ört vaxandi, framsækið og nútímalegt bæjarfélag í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Hér hefur verið mesta íbúafjölgun allra sveitarfélaga á Íslandi á síðasta áratug að undanskildu Álftanesi enda hefur Mosfellingum fjölgað um 57% á síðustu tíu árum. Mosfellsbær er nú orðið sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins.

Mosfellsbær er landmikið sveitafélag, tæpir 20.000 ha, með fjölbreytta landnotkun sem skapar mikil tækifæri í uppbyggingu. Lögð er áhersla á fjölbreytni og valfrelsi í skipulagi og þjónustu og um leið að tengja saman hið byggða og hið náttúrulega umhverfi.  

Náin snerting við fagra náttúru, aðlaðandi menningar- og félagslíf, fjölbreyttir möguleikar til útivistar og fjölskylduvænt umhverfi eru á meðal ástæðna þess að svo margir velja að búa þar, fjarri skarkala borgarlífsins en samt í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðborg Reykjavíkur, í einskonar sveitasælu með borgarbrag.

Hér má nálgast glærukynningu þar sem finna má nánari upplýsingar um Mosfellsbæ.(.pdf - 884 KB)