Sumarátaksstörf

Sumarátaksstörf

Eftirfarandi störf eru eingöngu ætluð ungmennum á aldrinum 17-20 ára á árinu. Hver og einn starfsmaður fær alls 120 tíma vinnu yfir sumarið. Hægt er að velja milli tveggja tímabila í starfsumsókn á íbúagátt. Greitt er tímakaup samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos. Launaflokkur 115. 17 ára á árinu fá  95% af taxtalaunum.

 • Starf í leikskóla – aðstoð á deildum
 • Aðstoðarflokksstjóri í Vinnuskóla – aðstoðar við stjórnun vinnuhópa í Vinnuskóla
 • Baðvarsla og afgreiðsla í íþróttamiðstöð – Móttaka gesta, eftirlit og þrif í klefum
 • Garðyrkjustörf – hirðing opinna svæða, sláttur og rakstur á vegum Mosfellsbæjar
 • Golfvöllurinn Bakkakot – aðstoð við umhirðu golfvallar
 • Golfklúbburinn Kjölur – aðstoð við umhirðu golfvallar
 • Hestamannafélagið Hörður – aðstoð á félagssvæði
 • Knattspyrnuskóli Aftureldingar – aðstoð á námskeiðum Knattspyrnuskólans
 • Tungubakkar – aðstoð við umhirðu valla
 • Rauði krossinn – aðstoð á sumarnámskeiðum fyrir börn
 • Skátafélagið Mosverjar – aðstoð á sumarnámskeiðum fyrir börn
 • Skógræktarfélag Mosfellsbæjar – plöntun, stígagerð og umhirða gróðurs

Sækja um sumarstarf hér í gegnum Íbúagátt

 Íbúagátt - leiðbeiningar

Um öryggi íbúagáttar Mosfellsbæjar