Nánar um sumarstörf

Störfin eru auglýst á heimasíðunni og á Facebook frá og með 22. mars og í Mosfellingi þann 4. apríl. umsókn stjarna
Umsóknarfrestur um öll störf er til 11. apríl og verður umsóknum svarað í síðasta lagi 10. maí 2013.

Sumarstörfin eru ætluð ungu fólki búsettu í Mosfellsbæ.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi LN og Stamos.

Ekki verður tekið á móti umsóknum eftir 11. apríl. 
Öllum umsóknum sem bárust innan tilskilins umsóknarfrests verður svarað fyrir 10. maí.

Þeir sem sækja um á réttum tíma en fá ekki starf í fyrstu umferð fara sjálfkrafa á biðlista eftir sumarstarfi.

Starf

Starfssvið og verkefni

Hæfnikröfur

Laun

Tímabil

Yfirflokksstjóri í Vinnuskóla
Hefur yfirumsjón með starfi Vinnuskóla Mosfellsbæjar í samstarfi við tómstundafulltrúa.
Hefur umsjón með skipulagningu á verkefnum fyrir flokksstjóra og vinnuhópa 13-16 ára unglinga.
Leiðbeinir flokksstjórum og er í nánu samstarfi við þá.
Ber ábyrgð tímaskýrslum.
Skipuleggur hópeflisvinnu og forvarnarstarf.
Lágmarksaldur er 23 ár.
Menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af stjórnun og vinnu með ungu fólki er skilyrði.
Reynsla af starfi sem flokksstjóri er æskileg.
Góð hæfni í samskiptum og samstarfi.
Stundvísi og samviskusemi.
Gerð er sú krafa að yfirflokkstjóri í Vinnuskóla sé góð fyrirmynd í leik og starfi.
Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.
Launaflokkur 124.
Vinnutími frá kl. 8 – 16:10 á tímabilinu júní og fram í ágúst.
Flokksstjóri í Vinnuskóla Sér að hluta til um skipulagningu á verkefnum fyrir vinnuhópa 13-16 ára unglinga í samráði við yfirflokksstjóra.
Stjórnar vinnuskólahópi á vettvangi, leiðbeinir um rétt vinnubrögð og hvetur hópinn til góðra verka.
Flokksstjóri tekur þátt í þeim verkum sem hópurinn sinnir dags daglega.
Ber ábyrgð á að skila tímaskýrslum nemenda til yfirflokksstjóra
Umsjón með hópeflisvinnu og forvarnarstarfi í viðkomandi hóp.

Lágmarksaldur er 20 ár.

Áhugi á að vinna með unglingum er skilyrði.

Reynsla af stjórnun og vinnu með ungu fólki er æskileg.

Lipurð í samskiptum og samstarfi.

Stundvísi og samviskusemi.

Gerð er sú krafa að flokksstjórar í Vinnuskóla séu góðar fyrirmyndir í leik og starfi.

Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.
Launaflokkur 120.
 
Vinnutími frá kl. 8 – 16:10.
Unnið í júní og júlí.
Umsjón með sumarstarfi fatlaðra barna og unglinga Hefur umsjón með starfi fatlaðra barna og unglinga í Íþrótta- og tómstundaskóla, Vinnuskóla og ráðningum fatlaðra ungmenna í sumarákatsstörf.
Skipuleggur starf með fötluðum börnum og unglingum.
Hefur umsjón með starfi aðstoðarmanna og leiðbeinir þeim í starfi.
Hefur náið samstarf við foreldra og starfsfólk Mosfellsbæjar.
Lágmarksaldur er 23 ára.
Æskilegt að viðkomandi stundi nám á sviði þroskaþjálfunar, sérkennslu, félagsráðgjafar, kennslu- eða uppeldisfræða, sálfræði eða sambærilegt.
Góðir skipulagshæfileikar, dugnaður, stundvísi og samviskusemi.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Gerð er sú krafa að umsjónarmaður sumarstarfsins sé góð fyrirmynd í leik og starfi.
Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.
Laun eru greidd samkvæmt viðkomandi kjarasamningum. Vinnutími frá kl. 8 – 16:10 á tímabilinu júní og fram í ágúst.
Flokksstjóri í garðyrkjudeild
Sér um skipulagningu og stýringu verkefna vinnuhópa í garðyrkjudeild.
Stjórnar vinnuhópi á vettvangi, leiðbeinir um rétt vinnubrögð og hvetur hópinn til góðra verka.
Lágmarksaldur er 20 ára á árinu
Áhugi á garðyrkjustörfum og að vinna með ungu fólki er skilyrði.
Reynsla af stjórnun og vinnu með ungu fólki er æskileg.
Lipurð í samskiptum og samstarfi.
Dugnaður, stundvísi og samviskusemi.
Gerð er sú krafa að flokksstjórar í garðyrkjudeild séu góðar fyrirmyndir í leik og starfi.
Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.

Launaflokkur 120.

 
Vinnutími:
Frá 8 – 16:10 á tímabilinu 15 maí til 15. ágúst.
Sumarstarfsmaður í garðyrkjudeild Vinna við almenn garðyrkjustörf. Hirðing opinna svæða, sláttur og rakstur á vegum Mosfellsbæjar Lágmarksaldur er 17 ára á árinu.
Lipurð í samskiptum og samstarfi.
Dugnaður, stundvísi og samviskusemi.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.
Launaflokkur 115.
Vinnutími:
Frá 8 – 16:10 á tímabilinu 15 maí til 15. ágúst.
Sundlaugavörður
Sumarafleysing sundlaugavarða í íþróttamiðstöðvum Mosfellsbæjar.
Laugarvarsla, baðvarsla, afgreiðsla og þrif.
Umsækjandi mun sækja námskeið í skyndihjálp og þarf að standast hæfnispróf sundstaða
Lágmarksaldur 20 ár.
Mjög góð þjónustulund.
Dugnaður, stundvísi og samviskusemi.
Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.
Launaflokkur 120.
Vaktavinna í 2 -3 mánuði á tímabilinu frá byrjun júní fram yfir miðjan ágúst.
Aðstoð vegna ráðninga sumarstarfsmanna og launavinnslu sumarstarfsfólks
Aðstoð við öflun upplýsinga vegna ráðningasamninga.  Aðstoð við gerð þeirra og annað sem að til fellur.

Aðstoð á launadeild Mosfellsbæjar .
Lágmarksaldur 20 ára
Almenn tölvukunnátta nauðsynleg
Góð hæfni í samskiptum og samstarfi
Dugnaður, stundvísi og samviskusemi.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.
Launaflokkur 120
2 – 3 mánuðir á bilinu júní – ágúst.
Aðstoð við fötluð börn og ungmenni (Frístunda-leiðbeinandi I) Aðstoðar fötluð börn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundaskólans fyrir börn á aldrinum 6 - 9 ára og/eða unglinga í Vinnuskóla.
Hefur mikil samskipti við aðra starfsmenn og foreldra barnanna.
Vinnur í nánu samstarfi við umsjónarmann sumarstarfs fatlaðra barna og unglinga.
Lágmarksaldur er 18 ár.
Áhugi á að vinna með börnum og unglingum er skilyrði.
Lipurð í samskiptum og samstarfi.
Stundvísi og samviskusemi.
Gerð er sú krafa að aðstoðarmenn séu góðar fyrirmyndir í leik og starfi.
Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.
Launaflokkur 119.
Vinnutími er alls 210 tímar yfir sumarið sem dreifist eftir þörf og óskum þjónustunotenda.
Sumartarfsmaður í Íþrótta- og tómstundaskóla Vinnur á sumarnámskeiðum Íþrótta- og tómstundaskólans fyrir börn á aldrinum 6 - 9 ára.
Þátttaka í skipulagningu á einstökum námskeiðum.
Hefur mikil samskipti við aðra starfsmenn og foreldra barnanna.
Lágmarksaldur er 20 ár.
Áhugi á að vinna með börnum er skilyrði.
Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.
Lipurð í samskiptum og samstarfi.
Stundvísi og samviskusemi.
Gerð er sú krafa að sumarstarfsmenn í Íþrótta- og tómstundaskóla séu góðar fyrirmyndir í leik og starfi.
Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.
Launaflokkur 121.
Vinnutími frá kl. 8 – 16:10 eða 9 – 17:10.
Frá byrjun júní og fram yfir verslunarmannahelgi.
Sumarstarfsmaður í áhaldahúsi Almenn verkamannastörf, svo sem viðhald lagna, gatna og gangstétta.
Ýmis störf sem til falla.
Lágmarksaldur er 18 ára á árinu.
Dugnaður, stundvísi og samviskusemi.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.
Launaflokkur 115.
Vinnutími:
Frá 8 – 16:10 á tímabilinu 15 maí til 15. ágúst.
 

 

Nánari upplýsingar um störfin

Um störf í Vinnuskóla, íþrótta- og tómstundaskóla og umsjón með starfi fatlaðra barna og unglinga: Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi, í síma 525-6700, netfang: edda@mos.is.

Um störf í íþróttamiðstöðvum: Sigurður Guðmundsson, íþróttafulltrúi, í síma 525 6700 milli klukkan 11 og 12, netfang: sg@mos.is.

Um störf í þjónustumiðstöð og garðyrkjudeild: Þorsteinn Sigvaldason, deildarstjóri tæknideildar, í síma 566-8450 milli klukkan 11 og 12,  netfang: ths@mos.is.

Um önnur störf: Sigríður Indriðadóttir, Mannauðstjóri, í síma 525-6700, netfang:  sigriduri@mos.is

stjarnaSÆKJA UM SUMARÁTAKSSTARF HÉR Í GEGNUM ÍBÚAGÁTT