Sumarátaksstörf

Sumarátaksstörfumsókn stjarna

Eingöngu 17 ára til 20 ára geta sótt um þessi störf (ungmenni fædd á árunum 1993 – 1996).
Markmiðið er að þau ungmenni sem hafa takmarkaðan aðgang að vinnumarkaði vegna aldurs njóti forgangs að sumarátaksstörfum.

Um er að ræða um 200 klukkutíma vinnu í heildina sem eru unnin á 6-8 vikna tímabili. Greitt er tímakaup samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stamos.

Launaflokkur 115. Þeir sem eru 17 ára á árinu fá  87% af taxtalaunum.

-    Starf í leikskóla – aðstoð inn á deild
-    Aðstoðarflokksstjóri í Vinnuskóla – aðstoðar við stjórnun vinnuhópa í Vinnuskóla
-    Baðvarsla og afgreiðsla í íþróttamiðstöð – Móttaka gesta, eftirlit og þrif í klefum
-    Golfvöllurinn Bakkakot – aðstoð við umhirðu golfvallar
-    Golfklúbburinn Kjölur – aðstoð við umhirðu golfvallar
-    Hestamannafélagið Hörður – aðstoð á félagssvæði
-    Hitt húsið – sumarstarf fyrir ungmenni með fötlun
-    Knattspyrnuskóli Aftureldingar – aðstoð á námskeiðum Knattspyrnuskólans
-    Tungubakkar – aðstoð við umhirðu valla
-    Rauði krossinn – aðstoð á sumarnámskeiðum fyrir börn
-    Skátafélagið Mosverjar – aðstoð á sumarnámskeiðum fyrir börn
-    Skógræktarfélag Mosfellsbæjar – plöntun, stígagerð og umhirða gróðursvæða
-    MotoMos – aðstoð við umhirðu brautar

Nánari upplýsingar um störfin

Um störf í Vinnuskóla, íþrótta- og tómstundaskóla og umsjón með starfi fatlaðra barna og unglinga: Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi, í síma 525-6700, netfang: edda@mos.is.

Um störf í íþróttamiðstöðvum: Sigurður Guðmundsson, íþróttafulltrúi, í síma 525 6700 milli klukkan 11 og 12, netfang: sg@mos.is.

Um störf í þjónustumiðstöð og garðyrkjudeild: Þorsteinn Sigvaldason, deildarstjóri tæknideildar, í síma 566-8450 milli klukkan 11 og 12,  netfang: ths@mos.is.

Um önnur störf: Sigríður Indriðadóttir, Mannauðstjóri, í síma 525-6700, netfang:  sigriduri@mos.is

stjarnaSÆKJA UM SUMARÁTAKSSTARF HÉR Í GEGNUM ÍBÚAGÁTT