Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar.
Auglýsing um kjörstað og aðsetur yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar.
Kjörstaður vegna alþingiskosninganna sem fram fara þann 27. apríl 2013 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22.
Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 27. apríl 2013 verður á sama stað.
Mosfellsbæ 15. apríl 2013.
Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður
Haraldur Sigurðsson
Valur Oddsson
___________________________________
Ertu á kjörskrá ? Upplýsingar má finna hér: http://www.island.is/um-island-is/kjorskra/
___________________________________
Tilkynning um framlagningu kjörskrár.
Kjörskrá í Mosfellsbæ vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013.
Í samræmi við 26. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis liggur kjörskrá, vegna alþingiskosninga þann 27. apríl 2013, frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á skrifstofutíma frá kl. 08:00 – 16:00, frá og með 15. apríl 2013 og til kjördags.
Mosfellsbæ 15. apríl 2013.
Bæjarritarinn í Mosfellsbæ