Alþingiskosningar 2013

kosning

Alþingiskosningar 2013

Kosið verður til Alþingis Íslendinga laugardaginn 27. apríl 2013. Í Mosfellsbæ verður kjörstaður vegna alþingiskosninganna í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð.  Kjörstaðir verða opnir frá kl. 9-22.

Kjörskráin liggur frammi til sýnis í þjónustuveri 2. hæð á Bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá og með miðvikudeginum 17. apríl 2013 til og með föstudeginum 26. apríl 2013 á venjulegum opnunartíma. Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá Þjóðskrá 23. mars 2013. Athugasemdir við kjörskrána berist bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

Alþingiskosningar - Hvar átt þú að kjósa ?

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá í alþingiskosningunum 27. apríl 2013. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Í mörgum tilvikum birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild. Kosningarrétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar með skráð lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi þann 23. mars 2013 og fæddir eru 27. apríl 1995 og fyrr.

Upplýsingar um kosningarnar er að finna á www.kosning.is. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um kjörstaði og kjördeildir.

Í hvaða kjördeild átt þú að kjósa ?

Smelltu hér til að skoða hvar þú átt að kjósa.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninganna 27. apríl hófst 2. mars innan lands og utan, samkvæmt 57. gr. laga um kosningar til Alþingis. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum um land allt á aðalskrifstofum eða útibúum þeirra.

Utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar erlendis og kynnir hvar og hvenær hægt er að greiða atkvæði.

Sjá nánari upplýsingar um afgreiðslutíma hjá hverju embætti fyrir sig hér á vef sýslumanna, www.syslumenn.is

Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar.

Auglýsing um kjörstað og aðsetur yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar.
Kjörstaður vegna alþingiskosninganna sem fram fara þann 27. apríl 2013 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22.

Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 27. apríl 2013 verður á sama stað.


Mosfellsbæ 15. apríl 2013.

Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður
Haraldur Sigurðsson
Valur Oddsson

___________________________________


Ertu á kjörskrá ? Upplýsingar má finna hér
: http://www.island.is/um-island-is/kjorskra/

___________________________________

Tilkynning um framlagningu kjörskrár.

Kjörskrá í Mosfellsbæ vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013.

Í samræmi við 26. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis liggur kjörskrá, vegna alþingiskosninga þann 27. apríl 2013, frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á skrifstofutíma frá kl. 08:00 – 16:00, frá og með 15. apríl 2013 og til kjördags.

Mosfellsbæ 15. apríl 2013.
Bæjarritarinn í Mosfellsbæ