Bæjarstjórn og kjörnir fulltrúar

Bæjarstjórn fer með æðsta ákvörðunarvald varðandi framkvæmd þeirra verkefna sem sveitarfélagið annast og nýtingu tekjustofna þess. Bæjarstjórn fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins og hefur æðsta vald varðandi starfsmannaráðningar sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja í samræmi við Sveitarstjórnarlög nr.45/1998

Kjörnir bæjarfulltrúar eru þeir einstaklingar sem kosningabærir íbúar í Mosfellsbæ velja sér til setu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar eru á fjögurra ára fresti. Hlutverk bæjarstjórnar er að móta stefnu bæjarins í hinum ýmsu málaflokkum í víðu samhengi og í því sambandi að setja m.a. nauðsynlegar reglur og samþykktir. Bæjarstjórn fer með fjárveitingarvaldið og hvernig stjórnsýslu bæjarins skal háttað svo nokkuð sé nefnt, m.a. að ráða til starfs bæjarstjóra og framkvæmdastjóra sviða.

Meginreglan er sú að íbúar og viðskiptamenn eigi að hafa samband við kjörna fulltrúa ef þeir vilja:
- koma að skoðunum sínum varðandi framtíðarþróun í sveitarfélaginu
- koma á framfæri ábendingum varðandi reglur og samþykktir sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á.

Fundir bæjarstjórnar
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi.

Dagskrá funda er auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna og hér á vef Mosfellsbæjar.

Fundargerðir bæjarstjórnar

Fulltrúar D lista og V lista eru saman með meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2010-2014

Aðal- og varafulltrúar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2010 - 2014 voru kjörnir: 

AÐALMENN:       Upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni eiga skv. siðareglum eingöngu við um aðalmenn.
Karl Tómasson
Forseti af V lista Leirvogstungu 2 Fjárhagslegir hagsmunir (.pdf 21kb)
Hafsteinn Pálsson 1. varaforseti
af D lista Dalatanga 29 Fjárhagslegir hagsmunir (.pdf 22kb)
Kolbrún G Þorsteinsdóttir 2. varaforseti af D lista Áslandi 3 Fjárhagslegir hagsmunir (.pdf 26kb)
Haraldur Sverrisson aðalmaður af D lista Skálahlíð 46 Fjárhagslegir hagsmunir (.pdf 20kb)
Bryndís Haraldsdóttir aðalmaður  af D lista  Skeljatanga 12 Fjárhagslegir hagsmunir (.pdf 24kb)
Jón Jósef Bjarnason aðalmaður af M lista Brattholti 2b Fjárhagslegir hagsmunir (.pdf 74kb)
Jónas Sigurðsson aðalmaður af S lista Hlíðartúni 8 Fjárhagslegir hagsmunir (.pdf 21kb)
     
         
VARAMENN:Bryndís Brynjarsdóttir 1.varabæjarfulltrúi af V lista Fellsási 9a  
Rúnar Bragi Guðlaugsson  1.varabæjarfulltrúi af D lista Tröllateigi 21

Theódór Kristjánsson  2.varabæjarfulltrúi af D lista Súluhöfða 9

Eva Magnúsdóttir 3.varabæjarfulltrúi af D lista Leirvogstungu 20

Hreiðar Örn Zoega Stefánsson 4.varabæjarfulltrúi af D lista Fálkahöfði 7  
Þórður Björn Sigurðsson 1.varabæjarfulltrúi af M lista Rauðumýri 1

Hanna Bjartmars Arnardóttir 1.varabæjarfulltrúi af S lista Reykjaseli

Bæjarritari, Stefán Ómar Jónsson, annast ritun fundargerða.

Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar