Íbúasamráð

Mosfellsbær nýtir sér fjölbreyttar leiðir til að tryggja virkt samráð við íbúa. Meðal þess sem lagt hefur verið mikil áhersla á undanfarin ár eru íbúafundir hvers konar. Með nýrri  lýðræðisstefnu er jafnframt ætlunin að leita sífellt nýrra leiða til að ástunda samráð. Skoðanakannanir verða stundaðar í auknum mæli og svo verður lögð aukin áhersla á notkun samskiptamiðla. Nefnt hefur verið að útsending funda á vef Mosfellsbæjar gæti verið til að auðvelda aðgengi að fundum svo fátt eitt sé talið.

Rafrænar kannanirMosfellsbær mun í vaxandi mæli nota rafrænar skoðanakannanir til að kanna hug og vilja íbúa í ýmsum málum í samráðsskyni. Þær kannanir sem eru í gangi hverju sinni birtast í tenglum hér til hægri. Niðurstöður úr eldri könnunum  má finna þar fyrir neðan.

Ábyrgðarmaður fyrir könnunum er Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála og óskast ábendingar sendar á netfang hennar, aldis[hja]mos.is