Niðurstöður íbúafundar

Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hélt íbúafund um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2011 í Hlégarði þann 26. október. Alls mættu um 50 íbúar á fundinn auk pólitíkusa og starfsmanna sveitarfélagsins. Markmið fudnarins að fá umræðu meðal íbúa um leiðir til hagræðingar í rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári og hugmyndir sem nýst geta við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011 sem nú er í gangi.

Lagðar voru fyrir íbúa tvær spurningar: Hvar má spara og hvar má ekki spara? Fjöldi tillaga barst sem birtar eru hér að neðan. Benda má á að fjöldi þeirra tillagna sem hér eru birtar eru þegar komnar í framkvæmd, margar við hagræðingu á árunum 2009 og 2010.


Birtar verða upplýsingar um hvernig unnið hefur verið úr tillögunum þegar ákvörðun um það liggur fyrir hjá bæjarstjórn.


Fólk er áfram hvatt til að senda inn hugmyndir að hagræðingu í gegn um ábendingakerfi á vef Mosfellsbæjar. Þær verða einnig birtar hér á vefnum.

Niðurstöður af íbúafundi - gögn:

Tillögurnar skrifaðar beint upp
Tillögurnar flokkaðar