Vinnufundur um íbúalýðræði

Starfshópur um lýðræðismál hélt vel heppnaðan vinnufund þann 29. mars þar sem boðaðir höfðu verið 50 íbúar sem valdir höfðu verið af handahófi til þátttöku í hugmyndavinnu um lýðræðismál í sveitarfélaginu. Niðurstöður fundarins, algerlega óunnar, má sjá á tenglunum hér til hægri.

Áður höfðu íbúarnir tekið þátt í fræðslufundi um íbúalýðræði sem starfshópurinn stóð jafnframt fyrir og var öllum opinn.

Nú mun starfshópurinn vinna úr þessum hugmyndum með hjálp ráðgjafans Sævars Kristinssonar og nýta þær í gerð nýrrar lýðræðisstefnu fyrir sveitarfélagið.