Bæjarstjórn

Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins kallast bæjarstjórn og er skipuð sjö fulltrúum sem kjörnir eru í sveitarstjórnarkosningum til fjögurra ára í senn. Bæjarstjórn fer með æðsta ákvörðunarvald varðandi framkvæmd þeirra verkefna sem sveitarfélagið annast og nýtingu tekjustofna þess. Bæjarstjórn fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins og hefur æðsta vald varðandi starfsmannaráðningar sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja í samræmi við Sveitarstjórnarlög nr.45/1998

Fundir bæjarstjórnar
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi.

Dagskrá funda er auglýst í Þjónustuveri á jarðhæð í Kjarna og hér á vef Mosfellsbæjar.

Fundargerðir bæjarstjórnar

Kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn
Fulltrúar D lista og V lista eru saman með meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2010-2014.

Aðal- og varafulltrúar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2010 - 2014 voru kjörnir: 

Karl Tómasson aðalmaður  af V lista
 Álafossvegi 18 Forseti     
Hafsteinn Pálsson
aðalmaður
af D lista
Dalatanga 29
1. varaforseti
Kolbrún G Þorsteinsdóttir aðalmaður af D lista Áslandi 3 2. varaforseti
Haraldur Sverrisson aðalmaður af D lista Skálahlíð 46  
Bryndís Haraldsdóttir aðalmaður af D lista
Skeljatanga 12

Jón Jósef Bjarnason aðalmaður af M lista Brattholti 2b  
Jónas Sigurðsson aðalmaður af S lista Hlíðartúni 8  
       
Bryndís Brynjarsdóttir  1. varabæjarfulltrúi   af V lista  Fellsási 9a   
Rúnar Bragi Guðlaugsson 1. varabæjarfulltrúi af D lista Tröllateigi 21  
Theódór Kristjánsson 2. varabæjarfulltrúi af D lista Súluhöfða 9  
Eva Magnúsdóttir 3. varabæjarfulltrúi af D lista Leirvogstungu 20  
Hreiðar Örn Zöega 4. varabæjarfulltrúi af D lista Fálkahöfða 7  
Þórður Björn Sigurðsson 1. varabæjarfulltrúi af M lista Rauðumýri 1  
Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varabæjarfulltrúi af S lista Reykjaseli  


Bæjarritari, Stefán Ómar Jónsson, annast ritun fundargerða.

Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar