Fjölskyldunefnd

Nefndin fer með félagsmál og húsnæðismál eftir því sem kveðið er á um í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 og í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með verkefni barnaverndarnefndar samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002. Jafnframt fer nefndin með jafnréttismál eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000.  

Fundir eru að jafnaði haldnir annan hvern þriðjudag kl. 7:00.

Fundargerðir fjölskyldunefndar

Unnur V. Ingólfsdóttir er framkvæmdastjóri nefndarinnar.

Aðalmenn í fjölskyldunefnd kjörtímabilið 2010 - 2014 voru kjörnir:

Kolbrún Þorsteinsdóttir aðalmaður  af D lista formaður 
Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður  af D lista varaformaður 
Haraldur Sverrisson aðalmaður  af D lista  
Ingibjörg Bryndís Ingólfsdóttir aðalmaður  af V lista  
Kristbjörg Þórisdóttir aðalmaður 
af M lista  
Erna Björg Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi af S lista  


Samþykkt fyrir fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar.