Þjónusta við aldraða

Þjónustu við aldraða íbúa Mosfellsbæjar miðar að því að stuðla að því að þeir geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem unnt er.
Aldraðir eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er á fjölskyldusviði, í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lög um málefni aldraða nr. 125/1999.
Fjölskyldunefnd fer með málefni félagsþjónustu í umboði bæjarstjórnar.
Starfsmenn fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar sjá um framkvæmd þjónustunnar.

öryggisíbúðir aldraðra, Eirhamrar
Eir hjúkrunarheimili á og rekur Eirhamra. Í húsinu eru 58hlutdeildaríbúðir fyrir aldraða, þar er matarþjónusta og einnig miðstöð félagslegrar heimaþjónustu og félagsstarfs aldraðra. Öryggiskerfi er í hverri íbúð og vakt allan sólarhringinn. Umsóknum, á þar til gerðum eyðublöðum um má skila til þjónustuvers Mosfellsbæjar. Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar leggur mat á umsóknir og er umsagnaraðili við úthlutun íbúða.

Matarþjónusta
Hægt að fá keyptar máltíðir virka daga. Hádegisverður, kvöldverð og morgun – og eftirmiðdagskaffi. Boðið er upp á heimsendingu matar og bætist þá við sendingarkostnaður. 

Félagsleg heimaþjónusta
Markmið þjónustunnar er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Nánari upplýsingar er að finna í kynningarbæklingi fjölskyldusviðs um félagslega heimaþjónustu.

Snyrting 
Hárgreiðsla, fót- og handsnyrting stendur til boða í þjónustumiðstöð. Tekið er á móti pöntunum í síma 566 8060 frá 10:00 til 12:00 virka daga.

(Upphæðir miðast við 1. janúar 2010.)

Upplýsingar um matarþjónustu og snyrtingu veitir Valgerður Magnúsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, í síma 566 8060 frá 10:00 til 12:00 virka daga.

Félagsstarf
Markmið starfsins er að fyrirbyggja félagslega einangrun aldraðra og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg. Listsköpun , handmennt, spilamennska, kórstarf, leikfimi, sund og ferðalög eru dæmi um starfsemina.
Félagsstarfið fer fram alla virka daga frá 13:00 til 16:00. Kóræfingar, sund og starfsemi frístundahóps eru utan þess tíma.

Þátttakendur í félagsstarfinu sem ekki hafa aðgang að eigin farartæki né eru færir um að nota almenningsvagna eiga þess kost að fá akstur til og frá félagsstarfi gegn gjaldtöku sem er 185 kr. hver ferð og 20 miða kort kr. 3.645

Vorboðinn, Kór eldri borgara             
Æfingar sem fara fram í húsnæði  félagsstarfsins Eirhömrum eru á miðvikudögum frá 15:15 til 17:30. Öflugt félagsstarf er í tengslum við starfsemi kórsins.

Upplýsingar um félagsstarf veitir Svanhildur Þorkelsdóttir forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í síma 586 8014 frá 13:00 til 16:00 virka daga.

Umsóknareyðublöð má nálgast á íbúagátt Mosfellsbæjar.
 
https://ibuagatt.mosfellsbaer.is/oneportal/login.aspx

Nánari upplýsingar veitir þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525 6700, þær má einnig nálgast á vefsíðu Mosfellsbæjar http://www.mos.is.

Dvalarrými
Dvalarrými eru á hefðbundnum dvalarheimilum, sambýlum eða í íbúðum í húsnæði sem er sérhannað fyrir þarfir aldraðra sem ekki eru færir um að annast heimilishald þrátt fyrir heimaþjónustu.

Úthlutun dvalarrýmis skal veitt að undangengnu mati á þörf. Matsteymi dvalarrýma á höfuðborgarsvæðinu, sér um framkvæmd matsins. Sótt er um dvalarrými hjá félagsþjónustu í sveitarfélagi umsækjanda. hægt er að nálgast umsóknareyðublöð í þjónustuveri Mosfellsbæjar eða á vefsíðu bæjarfélagsins
 
http://www.mos.is/umsoknir/matathorfadvalarrymialdradra

Hjúkrunarheimili
Hjúkrunarheimili eru fyrir þá sem geta ekki búið sjálfstætt. Þegar sótt er um dvöl til frambúðar á dvalar- eða hjúkrunarheimili þarf mat á þörf fyrir vistun að liggja fyrir. Vistunarmat er faglegt mat á þörf fólks, óháð aldri, fyrir varanlega vistun í hjúkrunarrými eins og þau eru skilgreind í lögum um málefni aldraðra og lögum um heilbrigðisþjónustu.

Sótt er um vistunarmat á sérstökum eyðublöðum sem hægt er að nálgast í þjónustuveri Mosfellsbæjar, vefsíðu Mosfellsbæjar http://www.mos.is/media/PDF/Umsokn_um_vistunarmat_fyrir_hjukrunarheimili.pdf
og á heimasíðu landlæknisembættisins
 
http://landlaeknir.is/Pages/1142

Vistunarnefnd höfuðborgarsvæðisins sér um framkvæmd vistunarmats og kallar eftir upplýsingum frá læknum, hjúkrunarfræðingum og félagsráðgjöfum við vinnslu matsins.

Þagnarskylda.
Fulltrúar fjölskyldunefndar og starfsmenn fjölskyldusviðs eru bundnir þagnarskyldu um einkamál þeirra sem njóta þjónustu sviðsins. Þagnarskyldan helst þrátt fyrir að viðkomandi láti af störfum.

Áfrýjun
Trúnaðarmálafundur fjölskyldudeildar fjallar um umsóknir um félagslega heimaþjónustu og afgreiðir þær í samræmi við reglur Mosfellsbæjar þar að lútandi. Umsækjandi getur áfrýjað afgreiðslu fundarins til fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar. Ákvörðun fjölskyldunefndar getur umsækjandi áfrýjað til úrskurðarnefndar félagsþjónustu. Nefndin hefur aðsetur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.

Áfrýjun skal borin fram skriflega innan fjögurra vikna frá því að umsækjanda barst vitneskja um afgreiðslu umsóknar.

Ábyrgðarmaður: Unnur V. Ingólfsdóttir