Sumarstarf fatlaðra barna og ungmenna í Mos 2010

Í sumar stefnum við að því að vera með öflugt starf fyrir fötluð börn og unglinga. Í boði verður að fara á öll námskeið/vinnu sem Mosfellsbær býður uppá með þeim stuðning/leiðsögn sem hver þarf á að halda. Við munum hafa aðstöðu útaf fyrir okkur, vera í nánu samstarfi við annað sumarstarf  og auðvitað nýtum við íþrótta- og skólamannvirki sem Mosfellsbær býður uppá.

Í fyrrasumar var sameiginleg aðstaða fyrir öll börn unglingar og ungmenni í valarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá. Við leggjum til að svo verði áfram og að reynt verið að fá inni í húsnæði Frístundarsels v/ Varmáskóla.  Þá er hægt að samnýta bæði aðstöðu og starfsfólk.
Einn starfsmann þarf til að sjá um allt utanumhald. En annar starfsmannafjöldi fer eftir fjöldi einstaklinga og eðli fötlunar þeirra.

Sumarnámskeið ÍTÓM verða 4*2 vikna námskeið
Frá 10.06-23.07 og frá 09.08 – 20.08
Námskeið 1 er frá 10.06-25.06
Námskeið 2 er frá 29.06-09.07
Námskeið 3 er frá 12.07-23.07
Námskeið 4 er frá 09.08-20.08
Hvert námskeið kostar kr.  13.800.  Auka klst.  Kostar 230. kr

Sigurður guðmundsson sg [hja] mos.is
Edda Davíðsdóttir edda [hja] mos.is