Samningur um afreks- og styrktarsjóð Kjalar

Samningur á milli Golfklúbbsins Kjalar og Mosfellsbæjar.
***************************************************
Mosfellsbær kt: 470259-6959 og Golfklúbburinn Kjölur kt: 650581-0329 gera með sér svohljóðandi samning um afreks- og styrktarsjóð

1. gr.
Sjóðurinn heitir Afreks-og styrktarsjóður Golfklúbbsins Kjalar og Mosfellsbæjar og er hann í vörslu og umsjón stjórnar Kjalar.

2. gr.
Markmið sjóðsins er að:

1. Veita afreksfólki innan golfklúbbsins styrk vegna æfinga og/eða keppni og búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína.
2. Veita styrk til þess íþróttafólks sem valið er af GSÍ til æfinga eða keppni með landsliði.
3. Veita þjálfurum og leiðbeinendum sem starfa á vegum Kjalar styrk til að sækja viðurkennd þjálfaranámskeið og/eða aðra menntun sem eflir þá í starfi.

3. gr.
Stjórn sjóðsins er skipuð 3 aðilum. Formanni klúbbsins, íþróttafulltrúa Mosfellsbæjar og formanni unglinganefndar klúbbsins.
Verkefni stjórnar er að ákvarða styrkveitingar úr sjóðnum og hafa efirlit með nýtingu styrkveitinga.
Sjá um kynningarstarfsemi sjóðsins. Starfstími stjórnar sjóðsins er tvö ár.
Sjóðurinn skal skila árlega skýrslu til Íþrótta og tómstundanefndar og gera grein fyrir úthlutun sjóðsins.

4. gr.
Tekjur sjóðsins er árlegt framlag Mosfellsbæjar og jafn hátt framlag sem Golfklúbburinn  Kjölur leggur fram í styrktarsjóðinn ár hvert, auk frjálsra framlaga og tekna af vöxtum.

5. gr.
Framlag Mosfellsbæjar í Afreks- og styrktarsjóðinn er kr. 850.000 á samnigstímanum og greiðist samkvæmt reikningi frá sjóðnum.
1. maí 2008     250.000 kr.
1. maí 2007     280.000 kr.
1. maí 2010     320.000 kr.

6. gr.
Gildistími samningsins er til 31. desember 2010.

Mosfellsbær 5. mars, 2008.

 f.h. Golfklúbbsins Kjalar
_____________________
Gunnar Páll Pálsson formaður 
f.h. Mosfellsbæjar
___________________
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Samningur um afreks- og styrktarsjóð Kjalar