Reglugerð um kjör Íþróttamanns ársins.

REGLUGERÐ UM KJÖR ÍÞRÓTTAMANNS ÁRSINS  Í MOSFELLSBÆ.

_______________________________________________________________

1.gr.

Íþrótta-og tómstundanefnd Mosfellsbæjar skal ár hvert gangast fyrir útnefningu á íþróttakarls og íþróttakonu ársins í Mosfellsbæ og skal hann valin úr hópi íþróttamanna 16 ára og eldri.

2. gr.

Veittur skal sérstakur bikar til íþróttakarls og íþróttakonu ársins í Mosfellsbæ. Áletra skal á bikarinn nöfn hina útnefndu, viðeigandi ártal og íþróttagrein. Bikararnnir eru farandbikarar og vinnst því aldrei til eignar. Bikararnnir eru í vörslu verðlaunahafa fram að næsta kjöri. Íþrótta-og tómstundanefnd veitir hverjum bikarhafa persónulega viðurkenningu til minningar um val hans.

3. gr.

Á tímabilinu 1. jan. til 1. feb. ár hvert skal forseti bæjarstjórnar afhenda bikaranna þeim einstaklingum sem hlýtur sæmdarheitið íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar.

4.gr.

Íþrótta-og tómstundanefnd annast allan undirbúning að vali íþróttakarls og íþróttakonu. Íþrótta-og tómstundanefnd skal að öllu jöfnu fá tilnefningar frá stjórnum félaga sem starfa í Mosfellsbæ og eru innan Í.S.Í. Fulltrúum Íþrótta-og tómstunda-nefndar svo og íþróttafulltrúa er þó heimilt að tilnefna íþróttafólk, er stunda sína íþrótt utan félaga í Mosfellsbæ. Íþrótta-og tómstundanefnd(aðal og varmenn) velja síðan íþróttakarl og íþróttakonu ársins í Mosfellsbæ.

5.gr.

Afhending sæmdarheitisins íþróttakarl og íþróttakonu ársins í Mosfellsbæ skal fara fram með þeirri viðhöfn er Íþrótta-og tómstundanefnd að höfðu samráði við bæjarstjórn / bæjarráð ákveður.

6.gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar frá desember 2005.