Opnir nefndarfundir í október

Opinn nefndarfundur ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDANEFNDAR verður haldinn fimmtudaginn 25. október. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni að Varmá kl. 17:00
Sjá dagskrá fundarins er hér

Opinn nefndarfundur UMHVERFISNEFNDAR verður haldinn 25. október nk. Fundurinn verður haldinn í Helgafelli, 2 hæð í Kjarna, kl. 17:00
Sjá dagskrá fundarins er hér

 

Opinn nefndarfundur ÞRÓUNAR- OG FERÐAMÁLANEFNDAR
verður haldinn 29. október næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Helgafelli, 2. hæð í Kjarna, kl. 17:15.

Sjá dagskrá fundarins er hér

 

Opinn nefnarfundur FRÆÐSLUNEFNDAR verður haldinn 30. október nk. Fundurinn verður haldinn í Helgafelli, 2 hæð í Kjarna, kl. 17:15.
Sjá dagskrá fundarins er hér

Opinn nefndarfundur MENNINGARMÁLANEFNDAR verður haldinn miðvikudaginn 31. október. Fundurinn verður haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar kl. 17:00. Umræður um drög að stefnu í menningarmálum.
Sjá dagskrá fundarins er hér

* * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * *

Samkvæmt lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar leitast nefndir bæjarins við að halda opna fræðslu- og samráðsfundi fyrir bæjarbúa einu sinni á ári.

Íbúum gefst þar kostur á að kynna sér verksvið og starfsemi nefndanna.

____________________________________________________________________________________________________

Hlutverk nefnda sveitarfélagsins er skýrt í samþykktum bæjarstjórnar, lögum og reglum. Samþykktir nefnda í einstökum málum þarf að staðfesta í bæjarstjórn eða bæjarráði.

Eftirfarandi nefndir eru starfandi hjá Mosfellsbæ og funda reglulega:

BÆJARSTJÓRN fer með æðsta ákvörðunarvald varðandi framkvæmd þeirra verkefna sem sveitarfélagið annast og nýtingu tekjustofna þess. Bæjarstjórn fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins og hefur æðsta vald varðandi starfsmannaráðningar sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja í samræmi við Sveitarstjórnarlög nr.45/1998.

BÆJARRÁРhefur umsjón með stjórnsýslu bæjarins. Erindi frá bæjarbúum, sem falla ekki undir hefðbundin verkefni fagnefnda bæjarins, eru að jafnaði lögð fyrir bæjarráð sem tekur ákvörðun um afgreiðslu þeirra eða vísar þeim til fagnefnda eða bæjarstjórnar.

FJÖLSKYLDUNEFND fer með verkefni barnaverndarnefndar, félagsmál og húsnæðismál eftir því sem kveðið er á um í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Jafnframt fer nefndin með jafnréttismál.

       

FRÆÐSLUNEFND fer með fræðslumál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. 

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDANEFND fer með íþrótta- og tómstundamál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með málefni íþrótta- og félagsmiðstöðvar.

MENNINGARMÁLANEFND fer með menningarmál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með málefni Bókasafns Mosfellsbæjar, vinabæjasamskipti og málefni lista- og menningarsjóðs bæjarins.

SKIPULAGSNEFND fer með skipulags- og byggingarmál samkvæmt skipulagslögum. 

     

UMHVERFISNEFND fer með umhverfismál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina.

ÞRÓUNAR- OG FERÐAMÁLANEFND fer með nýsköpun, þróunar- og ferðamál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Í henni sitja fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.

UNGMENNARÁÐ MOSFELLSBÆJAR er umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13-20 ára í sveitarfélaginu og fer með mál ungmenna í Mosfellsbæ eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar.

AÐRAR NEFNDIR