Samstarfsnefndir


Á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum kýs bæjarstjórn fulltrúa bæjarins í eftirtaldar samstarfsnefndir:

Almannavarnanefnd. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara í sameiginlegri almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins, þ.e. Hafnafjarðar, Bessastaðahrepps, Garðabæjar, Kópavogs, Seltjarnarness, Reykjavíkur, Mosfellsbæjar og Kjósar samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna þar um og  staðfestingu dómsmálaráðuneytisins frá 14. nóvember 2003, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga um almannavarnir nr. 94/1962, með síðari breytingum.   

Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis. Samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og samkomulagi við aðildarsveitarfélög kýs bæjarstjórn tvo aðalmenn og tvo til vara í heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis og er kjörtímabil þeirra hið sama og bæjarstjórnar. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis starfar í umboði Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

Þjónustuhópur aldraðra. Einn aðalmann og annan til vara skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 og samkomulagi við sveitarfélög sem aðild eiga að sama heilsugæsluumdæmi.

Stjórn heilsugæslustöðvar Mosfellsumdæmis. Tveir aðalmenn og tveir til vara skv. 21. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 og samkomulagi Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps og Þingvallahrepps. Kjörtímabil stjórnar er hið sama og bæjarstjórnar.

Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Bláfjallafólkvangs. Einn aðalmaður og annar til vara skv. 3. gr. samþykktar fyrir stjórn skíðasvæðanna frá 30. september 2003. 

Fulltrúaráð Sorpu bs. Tveir aðalmenn og tveir til vara samkvæmt samningi aðildarsveitarfélaga frá 15. febrúar 1988. 

Starfskjaranefnd. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara, sbr. samkomulag um starfskjaranefndir samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveitarfélaga frá 6. maí 1997.

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Einn aðalmaður og annar til vara skv. 9. gr. laga um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands nr. 68/1994.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjórir aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 4. gr. laga Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. ágúst 1998 um sveitarfélög með íbúatöluna 5.001–10.000.

Launamálaráðstefna Launanefndar sveitarfélaga. Allt að þrír fulltrúar og þrír til vara skv. 11. gr. samþykktar nefndarinnar frá 31. mars 2000 um sveitarfélög með 201–500 stöðugildi.

Stjórn Strætó bs. Einn aðalmaður og einn varamaður í stjórn Strætó bs., sbr. 5. gr. í stofnsamningi Strætó bs. 

Samstarfsnefnd um málefni lögreglunnar.  Einn aðalmaður í samstarfsnefndina skv. 12. gr. lögreglulaga nr. 90/1996.

Búfjáreftirlitsnefnd. Einn aðalmaður til setu í sameiginlegri búfjáreftirlitsnefnd Reykjavíkur, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Kjós og annan til vara skv. 10. gr. laga um búfjárhald o.fl. nr. 103/2002.

Bæjarstjórn kýs í ýmsar aðrar nefndir samkvæmt sérstökum samþykktum sínum og eða samstarfssamningum við aðra aðila.