Þróunar- og ferðamálanefnd

Þróunar- og ferðamálanefnd fer með þróunar- og ferðamál fyrir hönd Mosfellsbæjar. Þróunarmál eru samheiti yfir nýsköpunarverkefni ýmiss konar, frumkvöðla- og sprotaverkefni, leitun nýrra viðfangsefna fyrir eða í Mosfellsbæ og eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt þessari.  Ferðamál sem ferðamálanefnd Mosfellsbæjar lætur sig varða eru verkefni á sviði ferðaþjónustu, þ.e. þjónusta bæjarfélagsins við ferðamenn og ferðaþjónustu hverju sinni. Starfsmenn nefndarinnar eru Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála hjá Mosfellsbæ, og Björn Þráinn Þórðarson, framkvæmdastjóri menningarsviðs Mosfellsbæjar.

Fundir eru haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði.

Fundargerðir þróunar- og ferðamálanefndar

Aðalmenn í þróunar- og ferðamálanefnd kjörtímabilið 2010-2014 voru kjörnir:

Rúnar Bragi Guðlaugsson aðalmaður af D lista  formaður
Haraldur Haraldsson aðalmaður af D lista  varaformaður
Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður af D lista  
Sigurður L. Einarsson aðalmaður af V lista   
Birta Jóhannesdóttir aðalmaður af M lista  
Ólafur Ingi Óskarsson áheyrnarfulltrúi
af S lista   


Samþykkt fyrir þróunar- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar