Hlutverk, gildi og framtíðarsýn

Hlutverk Mosfellsbæjar:

Mosfellsbær – framsækið samfélag sem ræktar vilja og virðingu

Gildi Mosfellsbæjar:

Virðing - Jákvæðni - Framsækni - Umhyggja

Framtíðarsýn Mosfellsbæjar:

Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð eru ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar eru skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

Hér að neðan er hægt að fletta skýrslu um stefnumótun Mosfellsbæjar 2008 (.pdf 1.1MB)