Íþrótta- og tómstundastefna Mosfellsbæjar

Stefna í íþrótta- og tómstundamálum Mosfellsbæjar á sér nokkurn aðdraganda. Vorið 2009 var haldinn fundur um stefnumótun hins nýstofnaða menningarsviðs Mosfellsbæjar sem íþrótta- og tómstundamál heyra undir. Fundurinn var opinn öllum bæjarbúum og hafa hugmyndir frá þeim fundi mótað endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnunnar. Fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að vinna þessi byrjunarverkefni stefnumótunarinnar í samvinnu við íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins. Nefndin lét síðan vinna úr þessum hugmyndum og vorið 2012 var haldið íþrótta- og tómstundaþing í Mosfellsbæ. Auk þess að kynna drög að stefnunni voru hagsmunaaðilar spurðir lykilspurninga varðandi málaflokkinn. Í kjölfar álits þeirra tók stefnan breytingum og er nú hluti hennar.

Íþrótta- og tómstundanefnd staðfesti þann 20. desember 2012 stefnu fyrir málaflokkinn íþróttir- og tómstundir í Mosfellsbæ. Stefnan tekur bæði til þeirra verkefna sem sveitarfélagið sjálft hefur með höndum, en er einnig stefna bæjarins um hvernig sveitarfélagið hyggst eiga samstarf og styðja við íþróttir og tómstundir sem eru stundaðar í bæjarfélaginu á ábyrgð einstaklinga og félaga.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti stefnuna á 599. fundi sínum þann 6. febrúar 2013.