Umsjón viðburða

Menningamálanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir umsóknum frá félagasamtökum í Mosfellsbæ sem að hafa áhuga á að standa fyrir hátíðarhöldum og viðburðum í sveitarfélaginu.

Umsóknarfrestur er til 9. apríl, 2011.  Hægt er að sækja um að stýra einum  viðburði eða fleirum. Ein umsókn skal þó send inn fyrir hvern viðburð fyrir sig. Með umsókninni skal fylgja tilboð í verkefnið ásamt áætlun um dagskrá hvers viðburðar fyrir sig. Menningamálanefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Umsókn um umsjón með viðburði
   
   
   
   
   
   

Um er að ræða umsjón með eftirfarandi:

Nánari upplýsingar veitir Edda Davíðsdóttir, tómstundafulltrúi, sími 525 6700, netfangedda[hja]mos.is