Starfsmenn, svið og stofnanir

Hjá Mosfellsbæ starfa á fimmta hundrað manns í fjölda stofnana. Flestir starfa í grunnskólunum þremur, Varmárskóla, Lágafellsskóla og Krikaskóla. Mosfellsbær rekur jafnframt fimm leikskóla, tværi íþróttamiðstöðvar og sundlaugar, bókasafn og listasal, félagsmiðstöð, listaskóla og þjónustustöð.

Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar er til húsa í Kjarna, Þverholti 2. Þar starfa um 45 manns á 5 sviðum, fjölskyldusviði, fræðslusviði, menningarsviði, stjórnsýslusviði og umhverfissviði. Auk þess starfa tvær deildir þvert á svið, fjármál og áætlanir og kynningarmál.

Nánari upplýsingar um hverja stofnun og svið má finna í hlekkjunum hér til hægri.

Upplýsingar um starfsmenn má finna í starfsmannaleit í hlekknum hér til hægri.

 

Mosfellsbær sem vinnustaður