Félagsmiðstöðin Bólið

Tómstundafulltrúi og Forstöðumaður félagsmiðstöðvar: Edda R. Davíðsdóttir
Sími: 566-6058 / 565 5249
Staðsetning: Gamla handmenntarhúsið við Skólabraut 2 og útisel við Lágafellsskóla
Netfang: edda[hja]mos.is   bolid[hja]mos.is

Tómstundafulltrúi er jafnframt forstöðumaður félagsmiðstöðvar og Vinnuskóla.
Allir sem eru í 7. - 10. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla eru velkomnir í félagsmiðstöðvarnar.

Félagsmiðstöðin Ból er opin sem hér segir:
Fyrir 8. - 10. bekk
Mánudaga og miðvikudaga frá 9:30-16:00 og 18:45 - 21:45
Þriðjudaga og fimmtudaga frá 9:30-16:00
Föstudaga frá 09:30-16:00 og 18:45-21:45

Fyrir 7. bekk
Alla daga frá 9:30-16:00
Annan hvern fimmtudag frá 17:45-19:45

Það er alltaf eitthvað að gerast í Bólinu, t.d. opið hús, þar er hægt að spila billiard, borðtennis og fl. Horfa á sjónvarpið, syngja í Karaokee, spjalla og ýmislegt annað. Fastir liðir eru árshátíð Bólsins, Spurningakeppni, söngvakeppni, fræðslukvöld, stjörnuleikurinn, ferðir og ýmislegt annað. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá okkur í Bólinu.

Foreldrar eru velkomnir í heimsókn í Bólið og þar geta þeir kynnt sér starfsemina, einnig eru haldin sérstök foreldrakvöld þar sem foreldrar eru hvattir til að mæta með unglingunum sínum og kynnast þeirra umhverfi og hafa það gaman saman.

Starfsmenn Bólsins eru: Edda R. Davíðsdóttir tómstundafulltrúi, Anna Lilja Björnsdóttir, Hilmir Ægisson, Eyþór Árnason, Ólafía Sif Sverrisdóttir, Erna Margrét Grímsdóttir og Hallgrímur Jónas Ingvason.

Hægt er að nálgast gjaldskrá Bólsins með því að fylgja hlekk hér að neðan:

Gjaldskrá Bólsins

Nefndir:
 Íþrótta og tómstundanefnd fer með málefni félagsmiðstöðvar í umboði bæjarstjórnar.