Gamlar Myndir 1

Nokkuð af einkaskjölum og skjölum stofnana hefur borist Héraðsskjalasafninu að undanförnu og verða birt hér á eftir sýnishorn af myndum.

Karlakórinn Stefnir 1943-1944. Karlakórinn Stefnir 1943-1944.
Fremri röð f.v.: Sigursteinn Jóhannsson Laugabóli, Ólafur Gunnlaugsson Laugabóli, Sigurður Ólafsson Keldum, Oddur Andrésson Hálsi söngstjóri, Þorlákur Guðmundsson Seljabrekku, Ólafur Pétursson Ökrum, Þráinn Þórisson Baldursheimi. Aftari röð f.v.: Sveinn Guðmundsson Reykjum, Kristófer Eyjólfsson Laxnesi, Jón M. Guðmundsson Reykjum, Hreiðar Gottskálksson Engi, Guðmundur Skarphéðinsson Minna-Mosfelli, Jóel Kr. Jóelsson Reykjahlíð, Lárus B. Halldórsson Brúarlandi, Hjalti Þórðarson Æsustöðum, Sigurður Þórisson Baldursheimi, Páll A. Valdimarsson Lágafelli, Niels Tybjerg Árbakka, Kristinn Guðmundsson Mosfelli. Upplýsingar þessar voru fengnar úr afmælisblaði um karlakórinn Stefni á 50 ára afmæli hans.
Söngfélagið Stefnir 1943-1944.
Fremsta röð f.v.: Guðrún Magnúsdóttir Brúarlandi, Margrét Einarsdóttir Laxnesi, Margrét Lárusdóttir Brúarlandi, Valborg Lárusdóttir Brúarlandi, Fríða Lárusdóttir Brúarlandi, Klara Klængsdóttir Brúarlandi, Oddfríður Erlendsdóttir Álafossi, ? , Svanhildur Þorsteinsdóttir Álafossi, Ástríður Magnúsdóttir Brúarlandi, Sigurbjörg Hreiðarsdóttir Engi, Sigurrós Ólafsdóttir Reykjum. Önnur röð f.v.: Sigurður Ólafsson Keldum, Kristófer Eyjólfsson Laxnesi, Sveinn Guðmundsson Reykjum, Jón M. Guðmundsson Reykjum, Jóel Kr. Jóelsson Reykjahlíð, Hjalti Þórðarson Æsustöðum, Oddur Andrésson Hálsi söngstjóri, Sigurður Þórisson Baldursheimi, Lárus B. Halldórsson Brúarlandi, Þórður Guðmundsson Reykjum, Niels Tybjerg Árbakka, Kristinn Guðmundsson Mosfelli. Þriðja röð f.v.: Þorlákur Guðmundsson Seljabrekku, Ólafur Pétursson Ökrum, Hreiðar Gottskálksson Engi, Ólafur Gunnlaugsson Laugabóli, Sigursteinn Jóhannsson Laugabóli, Þráinn Þórisson Baldursheimi, Ásgeir E. Norðdahl Brúarlandi. Upplýsingar þessar voru fengnar úr afmælisblaði um karlakórinn Stefni á 50 ára afmæli hans.
Söngfélagið Stefnir 1943-1944.
 Föndurkennsla í Hlégarði 1961. Föndurkennsla í Hlégarði 1961.
Mynd á jólakorti sem stjórn Aftureldingar gaf út um jólin 1961.
Úr eigu Leifs Loftssonar.