Ritun

Saga Mosfellsbæjar skrifuð.
Nú er hafin ritun á sögu Mosfellsbæjar, í byrjun febrúar 2003 voru Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson,
ráðnir til að skrifa sögu sveitarfélagsins frá landnámi til loka 20. aldar.

Aðgangur að góðum heimildum er ein meginforsenda fyrir ritun slíkrar sögu. Víða um land, þar sem slíkar byggðarsögur hafa verið teknar saman, hafa héraðsskjalasöfnin verið drýgsti heimildabrunnur sagnaritara. Af því tilefni hefur verið komið á átaki í að safna sögulegu efni hingað til safnsins s.s.myndum, skjölum og öllu því sem varpar ljósi á sögu svæðisins.

Þau ykkar sem eiga skjöl sem með einhverjum hætti tengjast félagsstarfi í sveitinni, s.s. ljósmyndir frá Leikfélaginu, viðurkenningar frá Ungmennafélaginu Aftureldingu eða dreifibréf frá pólitískum flokkum mættu gjarnan láta vita af slíku.

Eitt lítið bréf eða ein ljósmynd getur komið að góðum notum, að ekki sé talað um umfangsmeiri heimildir.  Hægt er að semja um skilyrði fyrir afhendingu á skjölum til héraðsskjalasafnsins, setja takmörk fyrir skoðun gagna eða tryggja að þau séu innsigluð í tiltekinn árafjölda.

Unnt er að hafa samband við safnið alla daga vikunnar frá kl. 9-14, eða eftir samkomulagi. Safnið er opið tvo daga í viku fyrir safngesti, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 10-12, en unnt að semja um annan tíma ef skjalavörður er á staðnum.