Íþróttamiðstöðin Lágafell

Íþróttamiðstöðin LágafellÍþróttamiðstöðin Lágafell, Lágafellslaug (Sundlaugin Lækjarhlíð)

Íþróttamiðstöðin Lágafell
Lækjarhlíð 1a, 270 Mosfellsbæ
Sími í afgreiðslu 517 6080
Netfang: sg[hja]mos.is

Íþróttamiðstöðin er opin alla daga frá kl. kl 06:00 til 21:30  - Helgaropnun frá 08:00 til 19:00
 

Vígsla Íþróttamiðstöð Lágafells

 Vígslan Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Stefán Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Nýsis ehf.,
Klara Klængsdóttir og Karl Tómasson,
forseti bæjarstjórnar, við vígsluna við Lækjarhlíð í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sumardaginn fyrsta 19.apríl árið 2007 var mikill hátíðardagur í sögu Mosfellsbæjar en þá var  Íþróttamiðstöðin Lágafell í vesturhluta bæjarins formlega vígð þann dag.
Fyrsti áfangi mannvirkjanna var tekin í notkun á liðnu hausti 2007.

Klara Klængsdóttir kennari ásamt forsvarsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar klipptu á borða við vígsluna.  Þess má geta að fyrir um fjörutíu árum synti Klara vígslusund þegar Varmárlaug var tekin í notkun.

Íþróttamiðstöðin er um 5000 fermetrar að stærð, en þar er glæsileg aðstaða fyrir íþróttir og leiki. Þar er íþróttasalur með löglegum körfuboltavelli, eimbaði, saunaklefi, hvíldarherbergi og nuddherbergi ásamt tilheyrandi búnings- og hreinlætisaðstöðu. Svæðið skartar 25 metra keppnislaug, sem er glæsileg í alla staði, úti og innisundlaug með hreyfanlegum botni þannig að hægt er að stilla vatnsdýptina. þá er sérstök barnalaug, vaðlaug, þrjár vatnsrennibrautir, tveir heitir pottar og nuddpottur.
Sundlaugarsvæðið í Lágafelli er fjölbreytt og ættu flestir að finna sér eitthvað sem hentar hverju sinni. Í tengslum við sundlaugarsalinn eru skiptiklefi fyrir fatlaða og áhaldageymsla. Á annarri hæð salarins er vaktherbergi þar sem útsýni er yfir útisvæðið og innisundlaugarsalinn.


World Class er með líkamsrækt í húsinu, um 700 fm stöð með fullkomnum tækjasal, leikfimissal og barnagæslu.
Viðskiptavinir hafa afnot af búningsaðstöðu sundlaugar og sundlaug.

Huggulegt kaffihús er í anddyri hússins.

 Fjölbreytt heilsuþjónusta er í boði í Lágafellslaug.