Íþróttamiðstöðin að Varmá

Íþróttamiðstöðin að Varmá er stærsta þjónustumiðstöð bæjarins þar sem boðið er upp á öfluga frístundastarfssemi fyrir almenning og íþróttafélög.
Á vegum Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá er fjölbreytt starf unnið allan ársins hring.
Æfingaaðstaða er mjög góð og geta hópar, starfsmannafélög og aðrir leigt tíma í íþróttamiðstöðinni.  Meðal þess sem er í boði er blak, badminton, knattspyrna, tennis, karate, handbolti, fimleikar, taekwondo, golf, sund og fleira.

Upplýsingar um starfssemi Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá má fá í síma 566 6754.

Íþróttamiðstöðin að Varmá er opin frá morgni til kvölds alla daga.
Íbúum Mosfellsbæjar er frjálst að æfa t.d. skokk á frjálsíþróttavellinum án endurgjalds og er völlurinn opinn á meðan íþróttamiðstöðin er opin en það er frá 06:30 -23:00 virka daga og frá 09:00-18:00 um  helgar.

Sundlaugin að Varmá er hluti að starfssemi Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá og má sjá opnunartíma hennar hér.