Krikaskóli

Skólastjóri :  Þrúður Hjelm - thrudur[hja]krikaskoli.is
Aðsetur:  Sunnukriki 1,  Mosfellsbæ
Sími:
578 3400   
Skrifstofa opin:  8:00 - 16:00 

Nemendafjöldi :  177
Aldur :  2ja til 7 ára
Netfang:   krikaskoli[hja]krikaskoli.is
Veffang:    www.krikaskoli.is

 
Krikaskóli er samþættur leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum tveggja til níu ára. Skólinn hóf  starfsemi í júni 2008 og þá í Helgafellslandi en flutti síðan að Sunnukrika 1 vorið 2010

Hugmyndafræði skólans tekur mið af hugsmíðahyggjunni þar sem lögð er áhersla á að barnið sé virkur og skapandi þátttakandi í námi og starfi. Börnin fá tækifæri til rannsaka og uppgötva og fást við skapandi verkefni sem reynir á sjálfstæði og sköpun. Leitast er við að skapa börnunum aðstæður þar sem þau fást við raunveruleg verkefni í tengslum við það umhverfi og samfélag sem þau lifa í.

Lögð er áhersla á umhyggju og lýðræðislega skólamenningu, einstaklingsmiðað nám, samþættingu námsgreina og námssviða, útikennslu, frjálsan og skipulagðan leik, samþættingu aldurshópa, og heildags skóla með samþættingu skólastarfs og tómstunda.

 

Gjaldskrá frístundasels


Gjaldskrá mötuneyta grunnskólanna