Leirvogstunguskóli

LEIRVOGSTUNGUSKÓLIeiningakubbar
Skólastjóri: Gyða Vigfúsdóttir
Aðsetur: Laxatungu 70
Sími: 586-8648

Fjöldi barna: 34
Deildir: 2
Netfang: leirvogstunguskoli@mos.is
Veffang: www.leikskolinn.is/leirvogs
 
Leirvogstunguskóli tók til starfa í ágúst árið 2011 og er rekinn sem leikskóladeild frá Reykjakoti. Í skólanum eru tveir kjarnar og dvelja þar u.þ.b. 30-40 börn. Hugmyndafræði skólans byggir á mikilli og sterkri foreldrsamvinnu, Hjallastefnunni og Lífsmennt (e. Living Values Education). Unnið er í anda Hjallastefnunnar sem leggur áherslu á að mæta hverju barni eins og það er, jákvæðni, einfaldleika, gangsætt umhverfi, sköpun í stað tilbúinna lausna, virðingu fyrir náttúrunni og jákvæðan aga. Lífsmennt er námsefni sem byggir á 12 grundvallar lífsgildum. Auk þess leggjum við ríka áherslu á útivist og hreyfingu og njótum góðs af stórkostlegri og ósnortinni náttúru Mosfellsbæjar.

Leikskólastjóri er Gyða Vigfúsdóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Herdís Rós Kjartansdóttir, Herdís Rós sér um daglegan rekstur Leirvogstunguskóla.