Viðmið um greiðslur

 

Viðmið um greiðslur milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu vegna fjárstuðnings til tónlistarskóla frá og með upphafi skólaárs 2006.

Lögheimilissveitarfélag greiðir framlag með nemendum sínum sem stunda nám í tónlistarskólum í öðru sveitarfélögum í samræmi við eftirfarandi:

 

  1. Sveitarfélögin munu greiða fyrir nám í tónlistarskóla fyrir nemendur, sem óska eftir að stunda nám í öðru sveitarfélagi en lögheimilissveitarfélagi, í samræmi við þær reglur sem hvert og eitt setur sér.

 

  1. Greitt er samkvæmt gjaldskrá sem endurnýjuð er árlega.

 

  1. Sérhver nemandi skal sækja um námsvist í öðru sveitarfélagi til síns lögheimilissveitarfélags og skal liggja fyrir samþykki þess sveitarfélags þar sem til stendur að stunda tónlistarnám.  Árlega skal staðfest samþykki liggja fyrir.

 

  1. Hvert sveitarfélag setur sínar reglur um framvindu tónlistarnáms í öðrum sveitarfélögum, hámarkstíma sem námið getur tekið og hámarksnám sem er styrkt.

 

  1. Sveitarfélög geta takmarkað fjölda nemenda sem greitt er með til tónlistarskóla til samræmis við svigrúm í fjárhagsáætlun þeirra hverju sinni.

 

  1. Ef nemandi í  tónlistarskóla flytur lögheimili sitt í annað sveitarfélag á skólaárinu þá greiðir hið nýja sveitarfélag framlag vegna hans frá og með byrjun næstu annar þar á eftir.

 

  1. Sveitarfélögin eru sammála um að greiða ekki með nemendum sem hefja  tónlistarnám á háskólastigi.

 

Júní, 2006

Samkomulag þetta er gert á milli eftirfarandi sveitarfélaga:

Reykjavík

Garðabær

Hafnarfjörður

Kópavogur

Álftanes

Mosfellsbær

Seltjarnarnes