Fjölskyldusvið

Almennt markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Það skal gert með því:

  • Að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti
  • Að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna
  • Að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi og d) að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál.

Hlutverk fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar er nánar tiltekið að annast, eins og hér er lýst, félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu, málefni barna og ungmenna, eldri borgara og fatlaðs fólks, húsnæðismál, aðstoð vegna áfengis- og fíkniefnavanda og vímuvarnir samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglum Mosfellsbæjar.

Trúnaðarmálafundur fjölskyldudeildar fjallar um beinar umsóknir  þjónustu fjölskyldusviðs og afgreiðir þær í samræmi við reglur Mosfellsbæjar.

Umsækjandi getur áfrýjað afgreiðslu fundarins til fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar. Þjónustan er endurgjaldslaus.

Fulltrúar fjölskyldunefndar og starfsmenn fjölskyldusviðs eru bundnir þagnarskyldu um einkamál þeirra sem sækja um fjárhagsaðstoð. Þagnarskyldan helst eftir að viðkomandi lætur af störfum.

Undir fjölskyldusvið heyra barnaverndarmál, félagsþjónusta, félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð. Einnig heyrir þar undir þjónusta við fatlað fólk og aldraða. 

Framkvæmdastjóri: Unnur V. Ingólfsdóttir
Símatími: Þriðjudaga frá kl. 10:00-11:00 í síma 525 6700 
Netfang: uvi[hja]mos.is
Staðsetning: 3. hæð Kjarna, Þverholti 2