Fræðslusvið

Hlutverk fræðslusviðs Mosfellsbæjar er að veita börnum og unglingum í sveitarfélaginu bestu mögulega menntun á hverjum tíma, vera faglegt forystuafl í menntamálum, stýra og fylgja eftir stefnumótun fyrir grunnskóla og leikskóla, tónlistarnám og fullorðinsfræðslu og búa starfsmönnum áhugavert starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar. 

Sviðið hefur með höndum eftirlit með starfsemi grunnskóla og leikskóla og leyfisveitingar til dagforeldra skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum og eftirlit með þeirri starfsemi. Foreldrar barna undir 16 ára aldri eru stór hluti vinnuafls í landinu og því er mikilvægt að þeir geti gengið að þjónustu grunnskólans og leikskólanna vísri.

Framkvæmdastjóri: Björn Þráinn Þórðarson. 
Netfang: bth[hja]mos.is
Staðsetning: 3. hæð í Kjarna, Þverholti 2, 270 Mosfellssbæ

Hlutverk framkvæmdastjóra er að samræma alla starfsemi er undir sviðið heyrir og hafa yfirumsjón með henni. Hann er starfsmaður fræðslunefndar.