Menningarsvið

Hlutverk sviðsins er að fara með framkvæmd málefna á menningarsviði hjá Mosfellsbæ. Menningarsvið samanstendur af þremur málaflokkum: menningarmál, íþrótta- og tómstundamál og þróunar- og ferðamál.

Það hefur yfirumsjón með starfsemi Bókasafns Mosfellsbæjar, Listasals Mosfellsbæjar, Félagsmiðstöðva Bóls, Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá, Íþróttamiðstöðvarinnar Lágafells og með verkefnum sem snerta nýsköpun, þróun og ferðamál.

Menningarsvið sér um samninga, styrki og samskipti við lista- og menningarlífið, við íþrótta- og tómstundastarfsemi og við aðila í ferðaþjónustu og nýsköpun í Mosfellsbæ.  Menningarsvið er bæjaryfirvöldum til faglegrar ráðgjafar í þeim málaflokkum sem undir sviðið heyra. Að auki annast starfsmenn sviðsins undirbúning hátíðahalda á vegum bæjarins og hafa umsjón með vinabæjarmálum.

Menningarsvið hefur einnig það hlutverk að skapa börnum, unglingum og ungmennum skilyrði til virkrar þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi, stuðla að heilbrigði almennings með því að veita einstaklingum á öllum aldri gott aðgengi að fjölbreyttri íþróttaiðkun og útivistarmöguleikum, vera í fararbroddi við að efla og þróa fagumhverfi frítímaþjónustunnar og veita íþrótta- og æskulýðsfélögum þjónustu og stuðning.  Menningarsvið hefur einnig það hlutverk að stuðla að og styrkja fyrirtæki í Mosfellsbæ til nýsköpunar og styðja ferðaþjónustuaðila, m.a. til að koma fram sem einn aðili varðandi markaðssetningu. 

Framkvæmdastjóri: Björn Þráinn Þórðarson 
Netfang: bjorn[hja]mos.is
Staðsetning: 3. hæð í Kjarna, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær

Hlutverk framkvæmdastjóri er að samræma alla starfsemi er undir sviðið heyrir og hafa yfirumsjón með henni. Hann er starfsmaður íþrótta- og tómstundanefndar, menningarmálanefndar og þróunar- og ferðamálanefndar.