Skrifstofa bæjarstjóra

Undir skrifstofu bæjarstjóra heyra málefni bæjarstjóra auk fjármála og kynningarmála. Þjónustuver hefur umsjón með viðtalstímum bæjarstjóra, skipulagningu þeirra og eftirfylgni.

Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála hefur umsjón með þjónustu og upplýsingagjöf til íbúa þ.m.t.kynningarmálum sveitarfélagsins og allri upplýsingamiðlun til stjórnenda, fjölmiðla og íbúa. Hann sér um almenn samskipti við bæjarbúa og viðburðastjórnun. Kynningarstjóri ber ábyrgð á upplýsingum á vef sveitarfélagsins og rekstri þjónustuvers.

Fjármáladeild hefur yfirumsjón með fjármálastjórn Mosfellsbæjar. Fjármáladeild ber ábyrgð á áætlanagerð, bókhaldi, fjárreiðum, lánamálum og reikningsskilum bæjarins.

Skrifstofa bæjarstjóra er staðsett á 4. hæð í Kjarna, Þverholti 2.

Bæjarstjóri: Haraldur Sverrisson
Netfang: haraldur[hja]mos.is

Fjármálastjóri: Pétur J. Lockton
Netfang: petur[hja]mos.is

Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála: Aldís Stefánsdóttir
Netfang: aldis[hja]mos.is

Aðalbókari: Hörður R. Einarsson
Netfang: hre[hja]mos.is

Fulltrúi í bókhaldi: Unnur Jenný Jónsdóttir
Netfang: jenny[hja]mos.is

Fulltrúi í bókhaldi: Þórey Erla Sigurðardóttir
Netfang: thoreys[hja]mos.is

Innheimtufulltrúi: Ólöf Örnólfsdóttir
Netfang: oo[hja]mos.is

Innheimtufulltrúi: Sigurður S. Pálsson
Netfang: ssp[hja]mos.is