Stjórnsýslusvið

Helstu verkefni  sviðsins eru: þátttaka í undirbúningi fyrir fundi bæjarráðs,  bæjarstjórnar og nefnda og afgreiðsla stjórnsýsluerinda.

Stjórnsýslusvið fer með umsýslu fyrir bæjarstjórn, bæjarráð og aðrar nefndir bæjarfélagsins. Sviðið heldur utan um þjónustu við bæjarfulltrúa og aðra kjörna fulltrúa í nefndum og ráðum Mosfellsbæjar.

Stjórnsýslusvið hefur ennfremur umsjón með skjalavistun og launa- og mannauðsmálum. Launadeild og mannauðsstjóri hafa yfirumsjón með kjarasamningum, launaafgreiðslu, mannauðsupplýsingakerfum, starfsþróunaráætlunum, starfsmannakönnunum, stjórnendafræðslu og túlkun vinnuréttar, mannauðsstjórnun, mannauðsráðgjöf, stefnumótun, útfærslu og eftirliti.

Framkvæmdastjóri:  Stefán Ómar Jónsson sem jafnframt er bæjarritari.
Símatími: Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 11:00-12:00 í síma 525 6700
Netfang: soj[hja]mos.is
Fax: 525 6729
Staðsetning: 4. hæð í Kjarna, Þverholti 2

Hlutverk: Stjórnsýslusvið Mosfellsbæjar annast alla almenna stjórnsýslu og þjónustu við íbúa, viðskiptavini, kjörna fulltrúa og nefndir bæjarins svo sem nánar er útlistað í upptalningu verkefna sviðsins hér til hægri. Stjórnsýslusvið þjónustar einnig Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.

http://mos.is/Stjornsysla/Lydraedinefndirogkjornirfulltruar/Nefndir/Lesafundargerd/baejarstjornmosfellsbaejar5541632011